Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar 22. september 2025 10:02 Tæknirisar á borð við Meta, Google, OpenAI hafa undanfarið dælt milljörðum dollara í gervigreindartækni. Kapphlaupið snýst að miklu leyti um að ná í hæfasta fólkið. Launin sem sumum hafa verið boðin eru afar rausnarleg – sum tilboð hafa náð allt að einum og hálfum milljarði dollara. Sem sagt, það eru stjarnfræðilegar upphæðir settar um þessar mundir í uppbygginguna. Stór hluti fer í tæknilega innviði, en kapphlaupið um hæfasta fólkið snýst í raun um lykilatriðið: hugverkin sem fólkið mun skapa fyrir tæknirisana - drifkraftinn að baki öllu þessu bixi. Þannig hefur það reyndar verið lengi, enda þótt upphæðirnar séu núna að ná nýjum hæðum. Hugverkin eru nefnilega hryggjarstykkið í allri nútímaverðmætasköpun, hvort sem við horfum á erlenda tæknirisa eða íslenska atvinnurekendur. Hugverkin umbreyta hugmyndum í raunverulegar eignir, tryggja samkeppnisforskot og stuðla að vexti. Einmitt af þeirri ástæðu stuðlar réttarvernd hugverka að auknum fjárfestingum og styður við frekari sköpun, enda tryggir hún að þeir sem búa til hugverkin njóti sjálfir ávaxtanna af sínu erfiði. Réttarvernd hugverka er því ekki bara eitthvað raus sem aðeins lögfræðingar ættu að láta sig varða, hún getur aukið samkeppnishæfni Íslands verulega. Á Íslandi hefur hugverkaiðnaðurinn vaxið mjög hratt og hefur raunar nýlega mælst sem fjórða stærsta stoðin í gjaldeyrisöflun íslensks iðnaðar. Hugverkin munu áfram skipta lykilmáli fyrir atvinnulífið á Íslandi og það er vert að muna að vöxtur í hugverkaiðnaði ekki með neitt „þak”. Þar sem þakið er ekki til staðar getur íslenskur hugverkaiðnaður því bókstaflega vaxið óendanlega, ef rétt er haldið á spilunum. Við þurfum hins vegar að vanda okkur aðeins betur, því umgjörðin utan um þessi verðmæti er ekki nægilega góð í dag. Þau lög sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir framhaldið (en auðvitað ekki þau einu) eru höfundalögin. Þau vernda t.d. tölvuforrit og kóðann að baki þeim. Þau vernda líka gagnagrunna, kvikmyndir, bókmenntir, myndverk og tónverk, svo eitthvað sé nefnt. Höfundalögin okkar eru gömul. Lögin voru upphaflega lögfest á árinu 1972, rúmlega 20 árum áður en einstaklingar voru farnir að tengjast internetinu hér á landi með ískrandi og skrækjandi módemum sem náðu í mesta lagi 14,4 kb. hraða á sekúndu. Vissulega hefur lögunum verið breytt margoft. Það þarf hins vegar að breyta fjölmörgu ef ætlunin er að þau veiti hugverkum nægilega réttarvernd í dag, og að með þeim sé enn gætt þeirra verðmæta sem liggja í höfundaverkunum okkar. Í öllu falli lá ekki fyrir, þegar þau voru samin í upphafi, að þeirra hlutverk yrði að passa upp á eitt af fjöreggjum atvinnulífsins, en það er reyndin nú. Við þurfum því að aðlaga þau að breyttum veruleika. Eitt af þeim atriðum sem þarf augljóslega að breyta strax er sjálfur refsirammi laganna, en hámarksrefsing samkvæmt lögunum er tveggja ára fangelsi. Einstaklingur sem afritar með ólögmætum hætti öll tölvuforrit landsins, kvikmyndir og tónlist og deilir þeim síðan með heimsbyggðinni gegn gjaldi sem hann stingur í eigin vasa, myndi því í mesta lagi fá refsingu sem nemur tveggja ára fangelsi. Og það þrátt fyrir stjarnfræðilegt tjón fjölmargra annarra einstaklinga sem af slíku kann að hljótast. Refsingu sem nemur tveimur árum og skemur má raunar fullnægja með samfélagsþjónustu, þannig að sá sem gerðist sekur um allt framangreint myndi að líkindum aldrei sæta frelsisskerðingu. Þetta er skrítin tilhugsun. Refsirammi laganna var upphaflega hugsaður fyrir brot gegn höfundarétti að verkum á borð við bókmenntaverk, leikverk og tónverk, fyrir tilkomu internetsins og áður en hægt var að valda milljarða tjóni á örskömmum tíma. Refsiramminn hæfir einfaldlega ekki þeim brotum sem hægt er að fremja í dag. Ríkið okkar á að passa betur en þetta upp á hugverkin okkar. Ríkið passar hins vegar mun betur upp á áþreifanlegar eignir, enda þótt verðmæti hinna óáþreifanlegu eigna geti verið miklu mun meira en hinna efnislegu. Refsiramminn vegna stórfelldra eignaspjalla er t.d. 6 ár samkvæmt almennum hegningarlögum. Fyrir fiskveiðibrot (til frekari samanburðar) má refsa með allt að 6 ára fangelsi. Hugverkin eru, einhverra hluta vegna, algjör afgangsstærð þegar kemur að réttindagæslu ríkisvaldsins. Það hefur raunar einnig sýnt sig í málum þar sem kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglu vegna brota á höfundalögum, t.a.m. í málum sem varða ólögmæta dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis, að réttindagæsla í þessum geira er nánast ekki til staðar, en meðferð slíkra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi er áfátt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hugsanlega spilar þar inn í að hámarksrefsingin við alvarlegustu brotunum í þeim geira er á pari við þjófnað úr matvöruverslun og því kannski ekki að undra að lögreglan líti ekki á brot sem þessi sem forgangsmál. Löggjafinn þarf að gera betur, girða sig í brók og lagfæra þetta strax. Löndin í kringum okkur gera betur. Í Danmörku og Svíþjóð getur refsing fyrir alvarleg brot numið allt að 6 árum. Rökin fyrir þeirri lagasetningu á sínum tíma voru, réttilega, þau að skipulögð starfsemi sem fælist í brotum höfundaréttindum skapaði háar tekjur sem rynnu jafnan til ólöglegrar, skipulagðrar starfsemi, auk þess sem hún kippti fótunum undan lögmætum atvinnurekendum, eigendum hugverkanna. Heimfærsla þessara röksemda á íslenskan markað er auðvitað alveg borðleggjandi enda vel þekkt staðreynd að slík brotastarfsemi skapar miklar tekjur sem renna beint í vasa þeirra sem ekki hafa skapað, á kostnað þeirra sem sköpuðu. Bókmenntir, helstu og elstu fjársjóðir íslenskrar sögu og þjóðarvitundar eru hugverk. Nýir fjársjóðir úr ranni hugverkanna verða til hér á landi á hverjum degi. Það þarf að passa mun betur upp á þá. Höfundur er lögmaður, meðeigandi Frumtak Ventures og stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Tæknirisar á borð við Meta, Google, OpenAI hafa undanfarið dælt milljörðum dollara í gervigreindartækni. Kapphlaupið snýst að miklu leyti um að ná í hæfasta fólkið. Launin sem sumum hafa verið boðin eru afar rausnarleg – sum tilboð hafa náð allt að einum og hálfum milljarði dollara. Sem sagt, það eru stjarnfræðilegar upphæðir settar um þessar mundir í uppbygginguna. Stór hluti fer í tæknilega innviði, en kapphlaupið um hæfasta fólkið snýst í raun um lykilatriðið: hugverkin sem fólkið mun skapa fyrir tæknirisana - drifkraftinn að baki öllu þessu bixi. Þannig hefur það reyndar verið lengi, enda þótt upphæðirnar séu núna að ná nýjum hæðum. Hugverkin eru nefnilega hryggjarstykkið í allri nútímaverðmætasköpun, hvort sem við horfum á erlenda tæknirisa eða íslenska atvinnurekendur. Hugverkin umbreyta hugmyndum í raunverulegar eignir, tryggja samkeppnisforskot og stuðla að vexti. Einmitt af þeirri ástæðu stuðlar réttarvernd hugverka að auknum fjárfestingum og styður við frekari sköpun, enda tryggir hún að þeir sem búa til hugverkin njóti sjálfir ávaxtanna af sínu erfiði. Réttarvernd hugverka er því ekki bara eitthvað raus sem aðeins lögfræðingar ættu að láta sig varða, hún getur aukið samkeppnishæfni Íslands verulega. Á Íslandi hefur hugverkaiðnaðurinn vaxið mjög hratt og hefur raunar nýlega mælst sem fjórða stærsta stoðin í gjaldeyrisöflun íslensks iðnaðar. Hugverkin munu áfram skipta lykilmáli fyrir atvinnulífið á Íslandi og það er vert að muna að vöxtur í hugverkaiðnaði ekki með neitt „þak”. Þar sem þakið er ekki til staðar getur íslenskur hugverkaiðnaður því bókstaflega vaxið óendanlega, ef rétt er haldið á spilunum. Við þurfum hins vegar að vanda okkur aðeins betur, því umgjörðin utan um þessi verðmæti er ekki nægilega góð í dag. Þau lög sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir framhaldið (en auðvitað ekki þau einu) eru höfundalögin. Þau vernda t.d. tölvuforrit og kóðann að baki þeim. Þau vernda líka gagnagrunna, kvikmyndir, bókmenntir, myndverk og tónverk, svo eitthvað sé nefnt. Höfundalögin okkar eru gömul. Lögin voru upphaflega lögfest á árinu 1972, rúmlega 20 árum áður en einstaklingar voru farnir að tengjast internetinu hér á landi með ískrandi og skrækjandi módemum sem náðu í mesta lagi 14,4 kb. hraða á sekúndu. Vissulega hefur lögunum verið breytt margoft. Það þarf hins vegar að breyta fjölmörgu ef ætlunin er að þau veiti hugverkum nægilega réttarvernd í dag, og að með þeim sé enn gætt þeirra verðmæta sem liggja í höfundaverkunum okkar. Í öllu falli lá ekki fyrir, þegar þau voru samin í upphafi, að þeirra hlutverk yrði að passa upp á eitt af fjöreggjum atvinnulífsins, en það er reyndin nú. Við þurfum því að aðlaga þau að breyttum veruleika. Eitt af þeim atriðum sem þarf augljóslega að breyta strax er sjálfur refsirammi laganna, en hámarksrefsing samkvæmt lögunum er tveggja ára fangelsi. Einstaklingur sem afritar með ólögmætum hætti öll tölvuforrit landsins, kvikmyndir og tónlist og deilir þeim síðan með heimsbyggðinni gegn gjaldi sem hann stingur í eigin vasa, myndi því í mesta lagi fá refsingu sem nemur tveggja ára fangelsi. Og það þrátt fyrir stjarnfræðilegt tjón fjölmargra annarra einstaklinga sem af slíku kann að hljótast. Refsingu sem nemur tveimur árum og skemur má raunar fullnægja með samfélagsþjónustu, þannig að sá sem gerðist sekur um allt framangreint myndi að líkindum aldrei sæta frelsisskerðingu. Þetta er skrítin tilhugsun. Refsirammi laganna var upphaflega hugsaður fyrir brot gegn höfundarétti að verkum á borð við bókmenntaverk, leikverk og tónverk, fyrir tilkomu internetsins og áður en hægt var að valda milljarða tjóni á örskömmum tíma. Refsiramminn hæfir einfaldlega ekki þeim brotum sem hægt er að fremja í dag. Ríkið okkar á að passa betur en þetta upp á hugverkin okkar. Ríkið passar hins vegar mun betur upp á áþreifanlegar eignir, enda þótt verðmæti hinna óáþreifanlegu eigna geti verið miklu mun meira en hinna efnislegu. Refsiramminn vegna stórfelldra eignaspjalla er t.d. 6 ár samkvæmt almennum hegningarlögum. Fyrir fiskveiðibrot (til frekari samanburðar) má refsa með allt að 6 ára fangelsi. Hugverkin eru, einhverra hluta vegna, algjör afgangsstærð þegar kemur að réttindagæslu ríkisvaldsins. Það hefur raunar einnig sýnt sig í málum þar sem kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglu vegna brota á höfundalögum, t.a.m. í málum sem varða ólögmæta dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis, að réttindagæsla í þessum geira er nánast ekki til staðar, en meðferð slíkra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi er áfátt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hugsanlega spilar þar inn í að hámarksrefsingin við alvarlegustu brotunum í þeim geira er á pari við þjófnað úr matvöruverslun og því kannski ekki að undra að lögreglan líti ekki á brot sem þessi sem forgangsmál. Löggjafinn þarf að gera betur, girða sig í brók og lagfæra þetta strax. Löndin í kringum okkur gera betur. Í Danmörku og Svíþjóð getur refsing fyrir alvarleg brot numið allt að 6 árum. Rökin fyrir þeirri lagasetningu á sínum tíma voru, réttilega, þau að skipulögð starfsemi sem fælist í brotum höfundaréttindum skapaði háar tekjur sem rynnu jafnan til ólöglegrar, skipulagðrar starfsemi, auk þess sem hún kippti fótunum undan lögmætum atvinnurekendum, eigendum hugverkanna. Heimfærsla þessara röksemda á íslenskan markað er auðvitað alveg borðleggjandi enda vel þekkt staðreynd að slík brotastarfsemi skapar miklar tekjur sem renna beint í vasa þeirra sem ekki hafa skapað, á kostnað þeirra sem sköpuðu. Bókmenntir, helstu og elstu fjársjóðir íslenskrar sögu og þjóðarvitundar eru hugverk. Nýir fjársjóðir úr ranni hugverkanna verða til hér á landi á hverjum degi. Það þarf að passa mun betur upp á þá. Höfundur er lögmaður, meðeigandi Frumtak Ventures og stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar