Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. september 2025 17:01 „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar