Íslenski boltinn

Ólsarar á Laugar­dals­völl

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Munu leika til úrslita.
Munu leika til úrslita. Víkingur Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík er komið í úrslit Fótbolta.net bikarsins eftir sigur á Gróttu í leik sem var útkljáður með vítaspyrnukeppni.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma á Seltjarnarnesi var 3-3 þar sem Andri Freyr Jónasson, Björgvin Brimi Andrésson og Elmar Freyr Hauksson skoruðu fyrir Gróttu á meðan Asmir Begic, Ingólfur Sigurðsson og Luke Williams skoruðu fyrir Víking Ólafsvík.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið væri á leið á Laugardalsvöll. Þar reyndust gestirnir frá Ólafsvík sterkari aðilinn og munu því leika til úrslita gegn Tindastóli.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×