Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 11:18 Margrét Sigríður segir ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki. Komist menn aftur til landsins sé þeim aftur fylgt úr landi. Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“ Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira