Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2025 08:25 Framkvæmdasvæðið við Hafnarbraut. Krónan hyggst opna verslun að Hafnarbraut 60 á Höfn í Hornafirði árið 2026 í nýju verslunarhúsnæði. Stefnt er að opnun verslunarinnar, sem verður um 1500 fermetrar að stærð, fyrir næsta sumar eða í síðasta lagi um haustið. Þetta kemur fram í tilkynningu, en um verður að ræða 27. verslun Krónunnar og sú tíunda á landsbyggðinni. Fram kemur að markmið Krónunnar með nýrri verslun á Höfn sé að veita íbúum og gestum á svæðinu enn betri þjónustu og aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali á sem allra hagstæðasta verði. Þegar fram líða stundir verði einnig boðið upp á heimsendingaþjónustu innanbæjar og til nærliggjandi sveita. „Okkur hjá Krónunni er sérstaklega kært að tryggja að landsmenn njóti sama úrvals á sama verði, óháð búsetu, hvort sem það er í gegnum Snjallverslun Krónunnar eða í hefðbundinni verslun. Með því að opna á Höfn gerum við íbúum kleift að fá þetta aðgengi og styrkjum um leið þjónustu okkar á landsbyggðinni. Við erum líka stolt af því að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á Höfn og hlökkum til að leggja samfélaginu lið, meðal annars með því að skapa störf, auka fjölbreytni í vöruúrvali og bæta þjónustuna innan sveitarfélagsins,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þá er haft eftir Sigurjóni Andréssyni bæjarstjóra að það sé mikið gleðiefni að fá Krónuna inn í samfélagið. „Ný verslun eykur fjölbreytni og tryggir samkeppni á matvörumarkaði, sem skiptir miklu fyrir íbúa og gesti. Verslunin rís við íbúðabyggðina þar sem ekið er inn í bæinn og verður norðan við nýtt og glæsilegt 200 íbúða hverfi sem tekur á sig mynd á næstu árum. Þetta er til marks um mikla uppbyggingu um allan Hornafjörð, bæði í dreifbýlinu og í þéttbýlinu hér á Höfn – og þann mikla kraft sem samfélagið býr yfir,“ segir Sigurjón. Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri verslun. Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu, en um verður að ræða 27. verslun Krónunnar og sú tíunda á landsbyggðinni. Fram kemur að markmið Krónunnar með nýrri verslun á Höfn sé að veita íbúum og gestum á svæðinu enn betri þjónustu og aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali á sem allra hagstæðasta verði. Þegar fram líða stundir verði einnig boðið upp á heimsendingaþjónustu innanbæjar og til nærliggjandi sveita. „Okkur hjá Krónunni er sérstaklega kært að tryggja að landsmenn njóti sama úrvals á sama verði, óháð búsetu, hvort sem það er í gegnum Snjallverslun Krónunnar eða í hefðbundinni verslun. Með því að opna á Höfn gerum við íbúum kleift að fá þetta aðgengi og styrkjum um leið þjónustu okkar á landsbyggðinni. Við erum líka stolt af því að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á Höfn og hlökkum til að leggja samfélaginu lið, meðal annars með því að skapa störf, auka fjölbreytni í vöruúrvali og bæta þjónustuna innan sveitarfélagsins,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þá er haft eftir Sigurjóni Andréssyni bæjarstjóra að það sé mikið gleðiefni að fá Krónuna inn í samfélagið. „Ný verslun eykur fjölbreytni og tryggir samkeppni á matvörumarkaði, sem skiptir miklu fyrir íbúa og gesti. Verslunin rís við íbúðabyggðina þar sem ekið er inn í bæinn og verður norðan við nýtt og glæsilegt 200 íbúða hverfi sem tekur á sig mynd á næstu árum. Þetta er til marks um mikla uppbyggingu um allan Hornafjörð, bæði í dreifbýlinu og í þéttbýlinu hér á Höfn – og þann mikla kraft sem samfélagið býr yfir,“ segir Sigurjón. Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri verslun.
Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira