BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 15:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni. Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni.
Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira