Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. september 2025 10:44 Grétar er mikill smekkmaður hvort sem það kemur að kokteilagerð eða innanhússhönnun. Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir. Grétar hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í kokteilagerð þrjú skipti. Hann sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni í Limassol á Kýpur í nóvember, þar sem margir fremstu barþjónar heims tóku þátt. Þá hefur hann tvisvar unnið sinn flokk á heimsmeistaramóti barþjóna og endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Madeira í Portúgal í byrjun nóvember. Vínið fær að skína Íbúð Grétars er innréttuð á afar heillandi máta og er ljóst að hann sé mikill fagurkeri. Mublur og ljós eftir þekkta hönnuði prýða hvern krók og kima, auk þess sem einstök listaverk eru áberandi á heimilinu. Þá fer það ekki framhjá neinum að eigandi íbúðarinnar sé mikill vínáhugamaður. Létt og sterkt vín fær að njóta sín í stórum vínrekka í borðstofunni og á gylltu glerbarborð í stofunni. Hlýlegar og smart endurbætur Stofan er opin og björt með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni. Borðstofa og eldhús er í samliggjandi rými með parket á gólfi. Eldhúsið er prýtt nýlegri dökkbrúnni viðarinnréttingu með ljóstri viðarborðplötu með góðu skápa- og vinnuplássi. Dökkt speglagler eykur rýmiskenndina og gefur eldhúsinu meiri dýpt. Baðherbergið var nýlega endurnýjað á afar smekklegan og hlýlegan hátt. Á gólfi og veggjum eru ljósar Terrazzo-flísar sem skapa hlýlegt yfirbragð, og veglegur steinvaskur gefur rýminu mikinn karakter. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni, en er möguleika er að bæta við öðru þar sem borðstofan er í dag. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Kokteilar Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Grétar hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í kokteilagerð þrjú skipti. Hann sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni í Limassol á Kýpur í nóvember, þar sem margir fremstu barþjónar heims tóku þátt. Þá hefur hann tvisvar unnið sinn flokk á heimsmeistaramóti barþjóna og endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Madeira í Portúgal í byrjun nóvember. Vínið fær að skína Íbúð Grétars er innréttuð á afar heillandi máta og er ljóst að hann sé mikill fagurkeri. Mublur og ljós eftir þekkta hönnuði prýða hvern krók og kima, auk þess sem einstök listaverk eru áberandi á heimilinu. Þá fer það ekki framhjá neinum að eigandi íbúðarinnar sé mikill vínáhugamaður. Létt og sterkt vín fær að njóta sín í stórum vínrekka í borðstofunni og á gylltu glerbarborð í stofunni. Hlýlegar og smart endurbætur Stofan er opin og björt með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni. Borðstofa og eldhús er í samliggjandi rými með parket á gólfi. Eldhúsið er prýtt nýlegri dökkbrúnni viðarinnréttingu með ljóstri viðarborðplötu með góðu skápa- og vinnuplássi. Dökkt speglagler eykur rýmiskenndina og gefur eldhúsinu meiri dýpt. Baðherbergið var nýlega endurnýjað á afar smekklegan og hlýlegan hátt. Á gólfi og veggjum eru ljósar Terrazzo-flísar sem skapa hlýlegt yfirbragð, og veglegur steinvaskur gefur rýminu mikinn karakter. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni, en er möguleika er að bæta við öðru þar sem borðstofan er í dag. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Kokteilar Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira