Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 09:01 Björn Borg vann Opna franska meistaramótið sex sinnum og Wimbledon fimm ár í röð. epa/Jonas Ekströmer Í nýrri bók sem kemur út í dag segir sænska tennisgoðið Björn Borg frá kókaínfíkn sinni. Fyrir tæpum fjörutíu árum tók hann of stóran skammt og lífga þurfti hann við. Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg. Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg.
Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira