Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 15:42 Kristján Loftsson (t.v.) notaði ítrekað enskt blótsyrði sem byrjar á „f“ þegar Carolina Manhusen Schwab, forstjóri 10% for the Ocean, (t.h.) kynnti sig fyrir honum á Umhverfisþingi í dag. Vísir Sænskur fjárfestir sem styrkti gerð heimildarmyndar Davids Attenborough um hafið segir að Kristján Loftsson, hvalveiðimaður, hafi ausið yfir sig fúkyrðum á Umhverfisþingi í dag. Uppákoman hafi ekki verið stórmál en hins vegar taki hann svikabrigls Kristjáns um myndina alvarlega. Annar dagur Umhverfisþings á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hófst á sýningu á styttri útgáfu af heimildarmyndinni „Ocean“ með David Attenborough, breska náttúrufræðingnum dáða, í morgun. Á meðal gesta á þinginu var Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. og helsti hvatamaður hvalveiða á Íslandi til áratuga. Carolina Manhusen Schwab, sænskur fjárfestir sem styrkti gerð myndarinnar, segir Vísi að hún hafi séð Kristján í salnum þegar myndin var sýnd og ákveðið að kynna sig fyrir honum í hléi. Fyrir henni hefði vakað að reyna að kynnast honum sem manneskju lítillega. „Ég trúi því að við höfum öll eitthvað sem við getum deilt á einhvern hátt. Ég hélt að ég gæti náð einhverri mannlegri tengingu við hann,“ segir Manhusen. Kristján hafi hins vegar tekið illa í þá viðleitni hennar. Þegar hún kynnti sig sem forstjóra 10% for the Ocean, regnhlífarsamtaka góðgerðafélaga sem styðja verndun hafsins, og einn bakhjarla myndarinnar hafi hann farið í baklás. „Það var nóg til að hann segði mér að við hefðum logið í gegnum alla heimildarmyndina, að myndefnið hefði allt verið búið til og falsað, að sir David bæri ábyrgð á dauða hundruð þúsunda dýra og að ég ætti að rannsaka það. Ég fékk líka mikið af „farðu til fjandans“, sem var áhugavert,“ segir Manhusen en Kristján bölvaði henni á ensku með orðunum „fuck off“. Þá hafi Kristján sagt Manhusen að fara „heim til sín“. Gerði hann einnig athugasemd við að kvikmyndagerðarfólkið hefði ekki frekar drepið hvali á Suðurskautslandinu en að taka myndir af þeim. Manhusen segist ekki hafa borið hvali eða hvalveiðar upp við Kristján að fyrra bragði. Ekki náðist í Kristján strax við vinnslu þessarar fréttar. Virkaði eins og óstöðugur maður Manhusen gerir lítið úr uppákomunni sem hún segir hafa staðið yfir í um tíu mínútur. Hún sé hvorki sár né móðguð. „Þetta var eiginlega ekki móðgandi, sannast sagna. Þetta var bara skrýtið. Þetta virkaði maður sem er svolítið ruglaður, svolítið óstöðugur,“ segir hún. Ásakanir Kristjáns um myndina taki hún aftur á móti grafalvarlega. Teymið sem gerði myndina hafi unnið að henni í fjögur ár, safnað saman gríðarlegu magni myndefnis og vísindamenn hafi farið yfir allar staðreyndir sem koma fram í henni. Að öðrum kosti legði Attenborough hvorki nafn sitt né rödd við hana. „Það er ekkert í þessari heimildarmynd sem stenst ekki vísindalega skoðun,“ segir Manhusen. Manhusen (t.v.) með Ingibjörgu Þórðardóttur við frumsýningu á heimildarmyndinni „Hafinu“ í maí.Aðsend Samtalið segir hún hafa verið súrrealískt. Hana hafi langað til þess að skilja Kristján sem manneskju. „Hann hefði getað talað við mig um hvað sem er. Hundinn sinn, börnin sín, hvert honum finnist gaman að fara í frí. Þetta áttu einlæglega bara að vera samskipti tveggja einstaklinga. Því ef þú hefur áhuga á málefnum loftslags og heilbrigði jarðarinnar þá verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum hérna saman og að við verðum að finna leiðir til að vinna saman og að minnsta kosti eiga samskipti. Það var ekki að fara að gerast,“ segir hún um samskiptin við Kristján. Umhverfismál Hvalveiðar Dýr Tengdar fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01 Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Annar dagur Umhverfisþings á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hófst á sýningu á styttri útgáfu af heimildarmyndinni „Ocean“ með David Attenborough, breska náttúrufræðingnum dáða, í morgun. Á meðal gesta á þinginu var Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. og helsti hvatamaður hvalveiða á Íslandi til áratuga. Carolina Manhusen Schwab, sænskur fjárfestir sem styrkti gerð myndarinnar, segir Vísi að hún hafi séð Kristján í salnum þegar myndin var sýnd og ákveðið að kynna sig fyrir honum í hléi. Fyrir henni hefði vakað að reyna að kynnast honum sem manneskju lítillega. „Ég trúi því að við höfum öll eitthvað sem við getum deilt á einhvern hátt. Ég hélt að ég gæti náð einhverri mannlegri tengingu við hann,“ segir Manhusen. Kristján hafi hins vegar tekið illa í þá viðleitni hennar. Þegar hún kynnti sig sem forstjóra 10% for the Ocean, regnhlífarsamtaka góðgerðafélaga sem styðja verndun hafsins, og einn bakhjarla myndarinnar hafi hann farið í baklás. „Það var nóg til að hann segði mér að við hefðum logið í gegnum alla heimildarmyndina, að myndefnið hefði allt verið búið til og falsað, að sir David bæri ábyrgð á dauða hundruð þúsunda dýra og að ég ætti að rannsaka það. Ég fékk líka mikið af „farðu til fjandans“, sem var áhugavert,“ segir Manhusen en Kristján bölvaði henni á ensku með orðunum „fuck off“. Þá hafi Kristján sagt Manhusen að fara „heim til sín“. Gerði hann einnig athugasemd við að kvikmyndagerðarfólkið hefði ekki frekar drepið hvali á Suðurskautslandinu en að taka myndir af þeim. Manhusen segist ekki hafa borið hvali eða hvalveiðar upp við Kristján að fyrra bragði. Ekki náðist í Kristján strax við vinnslu þessarar fréttar. Virkaði eins og óstöðugur maður Manhusen gerir lítið úr uppákomunni sem hún segir hafa staðið yfir í um tíu mínútur. Hún sé hvorki sár né móðguð. „Þetta var eiginlega ekki móðgandi, sannast sagna. Þetta var bara skrýtið. Þetta virkaði maður sem er svolítið ruglaður, svolítið óstöðugur,“ segir hún. Ásakanir Kristjáns um myndina taki hún aftur á móti grafalvarlega. Teymið sem gerði myndina hafi unnið að henni í fjögur ár, safnað saman gríðarlegu magni myndefnis og vísindamenn hafi farið yfir allar staðreyndir sem koma fram í henni. Að öðrum kosti legði Attenborough hvorki nafn sitt né rödd við hana. „Það er ekkert í þessari heimildarmynd sem stenst ekki vísindalega skoðun,“ segir Manhusen. Manhusen (t.v.) með Ingibjörgu Þórðardóttur við frumsýningu á heimildarmyndinni „Hafinu“ í maí.Aðsend Samtalið segir hún hafa verið súrrealískt. Hana hafi langað til þess að skilja Kristján sem manneskju. „Hann hefði getað talað við mig um hvað sem er. Hundinn sinn, börnin sín, hvert honum finnist gaman að fara í frí. Þetta áttu einlæglega bara að vera samskipti tveggja einstaklinga. Því ef þú hefur áhuga á málefnum loftslags og heilbrigði jarðarinnar þá verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum hérna saman og að við verðum að finna leiðir til að vinna saman og að minnsta kosti eiga samskipti. Það var ekki að fara að gerast,“ segir hún um samskiptin við Kristján.
Umhverfismál Hvalveiðar Dýr Tengdar fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01 Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01
Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36