Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2025 14:43 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra afhendir Oddi Sigurðssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll. Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll.
Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira