Stebbi í Lúdó látinn Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 10:37 Stefán Jónsson söngvari var oft kallaður Stebbi í Lúdó. Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa. Andlát Tónlist Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa.
Andlát Tónlist Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira