Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. september 2025 08:55 Ákvörðun Trump um að draga verulega saman í starfsemi U.S.A.I.D. hefur haft miklar afleiðingar í för með sér í fátækari ríkjum heims, þar sem stofnunin stóð fyrir ýmiskonar hjálparstarfi. Getty/Michel Lunanga Bandaríkjastjórn hefur látið farga getnaðarvörnum sem metnar voru á 9,7 milljónir dala og voru ætlaðar til dreifingar í fátækjum ríkjum. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að ýmsir aðilar hefðu boðist til að kaupa birgðirnar og dreifa þeim. Getnaðarvarnirnar, þar á meðal pillan, lykkjan og hormónastafurinn, voru keyptar af bandarísku hjálparstofnuninni U.S.A.I.D. áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að hún skyldi í raun lögð niður. Síðan þá hafa birgðirnar beðið endanlegrar ákvörðunar í vöruhúsi í Belgíu. Nokkuð hefur verið deilt um það hvað ætti að gera við getnaðarvarnirnar en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýsti yfir þeirri afstöðu að þær séu ekki „lífsbjargandi“ og Bandaríkin hyggist ekki lengur sjá fátækum ríkjum fyrir getnaðarvörnum. Þá sagði talskona U.S.A.I.D. í gær, þegar hún greindi frá því að birgðunum hefði verið fargað, að forsetinn hefði heitið því að vernda líf ófæddra barna út um allan heim. Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum sem erlendir miðlar hafa undir höndum var aðeins um að ræða getnaðarvarnir, ekki þungunarrofslyf. New York Times segist hafa heimildir fyrir því að nokkur alþjóðleg samtök, meðal annars Gates Foundation og Children's Investment Fund Foundation, hafi boðist til að taka við birgðunum eða jafnvel greiða fyrir þær. Nýir embættismenn hjá U.S.A.I.D. héldu því hins vegar fram í minnisblaði að enginn kaupandi hefði fundist. Fjórtán mínútum eftir að hann fékk það minnisblað, fyrirskipaði yfirmaður erlendrar aðstoðar hjá utanríkisráðuneytinu að birgðunum skyldi fargað. Förgunin er sögð hafa kostað um það bil 170 þúsund dali. Bandaríkin Lyf Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Getnaðarvarnirnar, þar á meðal pillan, lykkjan og hormónastafurinn, voru keyptar af bandarísku hjálparstofnuninni U.S.A.I.D. áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að hún skyldi í raun lögð niður. Síðan þá hafa birgðirnar beðið endanlegrar ákvörðunar í vöruhúsi í Belgíu. Nokkuð hefur verið deilt um það hvað ætti að gera við getnaðarvarnirnar en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýsti yfir þeirri afstöðu að þær séu ekki „lífsbjargandi“ og Bandaríkin hyggist ekki lengur sjá fátækum ríkjum fyrir getnaðarvörnum. Þá sagði talskona U.S.A.I.D. í gær, þegar hún greindi frá því að birgðunum hefði verið fargað, að forsetinn hefði heitið því að vernda líf ófæddra barna út um allan heim. Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum sem erlendir miðlar hafa undir höndum var aðeins um að ræða getnaðarvarnir, ekki þungunarrofslyf. New York Times segist hafa heimildir fyrir því að nokkur alþjóðleg samtök, meðal annars Gates Foundation og Children's Investment Fund Foundation, hafi boðist til að taka við birgðunum eða jafnvel greiða fyrir þær. Nýir embættismenn hjá U.S.A.I.D. héldu því hins vegar fram í minnisblaði að enginn kaupandi hefði fundist. Fjórtán mínútum eftir að hann fékk það minnisblað, fyrirskipaði yfirmaður erlendrar aðstoðar hjá utanríkisráðuneytinu að birgðunum skyldi fargað. Förgunin er sögð hafa kostað um það bil 170 þúsund dali.
Bandaríkin Lyf Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira