Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. september 2025 21:03 Gunnar Geir Gunnarsson er deildarstjóri hjá Samgöngustofu. Vísir/Bjarni/Pipar auglýsingastofa Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“ Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“
Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira