Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 23:02 James Oxley er yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Hann er yfir stjórnstöð æfingarinnar. Vísir/Ívar Fannar Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“ NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“
NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira