Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 23:02 James Oxley er yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Hann er yfir stjórnstöð æfingarinnar. Vísir/Ívar Fannar Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“ NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“
NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira