Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 08:45 Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, Vísir/Viktor Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira