Sport

Yankees heiðruðu Charlie Kirk

Ágúst Orri Arnarson skrifar
New York Yankees héldu minningarathöfn fyrir Charlie Kirk.
New York Yankees héldu minningarathöfn fyrir Charlie Kirk. @yankees

New York Yankees héldu og heiðruðu mínútuþögn fyrir leik liðsins í nótt, til minningar um íhaldssama áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum í gær.

Kirk var myrtur þegar hann var að ræða við nemendur í Utah Valley háskólanum, nokkrum klukkustundum áður en leikur New York Yankees og Detroit Tigers hófst. Leiknum lauk með 1-11 sigri gestanna.

Fjölmargir íþróttamenn hafa einnig minnst Kirk með skilaboðum á samfélagsmiðlum.

Einhverjir eru óánægðir með að Kirk hafi verið minnst með slíkum hætti, fyrir leik í einni af stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna, þar sem hann var ekki þingmaður eða starfsmaður hins opinbera og fórnarlömbum annarra skotárása er vanalega ekki minnst.

Þá vekur athygli að liðið úr heimabæ hans, Chicago Cubs, hélt ekki minningarathöfn.

Önnur minningarathöfn verður haldin af Yankees í kvöld fyrir fórnarlömb 9/11 árásarinnar og fljótlega eftir leik í gær staðfesti félagið að Bandaríkjaforsetinn Donald Trump myndi mæta.

Kirk hafði verið dyggur stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar og hefur af mörgum verið bendlaður við velgengni Trumps í að ná til ungs fólks í forsetakosningunum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×