Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2025 23:40 Charlie Kirk skömmu áður en hann var skotinn til bana. AP/Tess Crowley, Deseret News Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“. Tilefni þess að Kirk var skotinn af færi liggur ekki fyrir enn. Kirk, sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, hafði verið dyggur stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar og hefur af mörgum verið bendlaður við velgengni Trumps í að ná til ungs fólks í forsetakosningunum í fyrra. Þá var Kirk náinn vinur Trumps yngri, sonar forsetans, og annarra áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins. Hann stofnaði Turning Point USA, sem er einskonar ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Kirk var að ræða við nemendur Utah Valley háskólans þegar hann var skotinn í hálsinn en skotárásin var fönguð á myndband af nemendum. Kirk var að ljúka við að svara spurningu frá áhorfanda um skotárásir í Bandaríkjunum. Hann hafði verið spurður hvort hann vissi hve margar fjöldaskotárásir hafi verið framdar í Bandaríkjunum á undanförnum tíu árum og spurði á móti hvort það ætti að telja árásir sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með. Strax í kjölfarið var hann skotinn en kúlan hæfði hann í hálsinn. Vert er að vara lesendur við myndböndunum hér að neðan en það sýnir árásina. BREAKING: Charlie Kirk has been shot. pic.twitter.com/noSLGJuNwi— Clash Report (@clashreport) September 10, 2025 Einungis einu skoti var hleypt af og segja embættismenn að Kirk hafi verið eina fórnarlambið. Markmiðið hafi verið að myrða hann. Um þrjú þúsund manns voru á viðburðinum þegar Kirk var skotinn. Þar voru einnig sex lögregluþjónar auk öryggisvarða sem fylgdu Kirk eftir. Skömmu eftir morðið fóru myndbönd af handtöku eldri manns á skólalóðinni í dreifingu og var hann sagður vera árásarmaðurinn. Lögreglan staðfesti í kjölfarið að sá hefði ekki verið árásarmaðurinn en hann var þrátt fyrir það ákærður fyrir að standa í vegi réttvísinnar. Önnur myndbönd sem hafa verið í dreifingu sýndu mann á þaki húss á skólalóðinni en talið er að skotið hafi komið frá því húsi. Eitt myndband var tekið skömmu áður en skotinu var hleypt af og sá sem tók það sagðist hafa séð mann leggjast niður á þakinu. Annað var tekið skömmu eftir skotið og má þar sjá glitta í mann hlaupa upp á þakinu. Myndböndin má finna í vaktinni hér að neðan (21:45) Renna má yfir vaktina hér að neðan en þar var fylgst með helstu vendingum í kvöld. Áfram verður fylgst með málinu á Vísi í fyrramálið.
Tilefni þess að Kirk var skotinn af færi liggur ekki fyrir enn. Kirk, sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, hafði verið dyggur stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar og hefur af mörgum verið bendlaður við velgengni Trumps í að ná til ungs fólks í forsetakosningunum í fyrra. Þá var Kirk náinn vinur Trumps yngri, sonar forsetans, og annarra áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins. Hann stofnaði Turning Point USA, sem er einskonar ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Kirk var að ræða við nemendur Utah Valley háskólans þegar hann var skotinn í hálsinn en skotárásin var fönguð á myndband af nemendum. Kirk var að ljúka við að svara spurningu frá áhorfanda um skotárásir í Bandaríkjunum. Hann hafði verið spurður hvort hann vissi hve margar fjöldaskotárásir hafi verið framdar í Bandaríkjunum á undanförnum tíu árum og spurði á móti hvort það ætti að telja árásir sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með. Strax í kjölfarið var hann skotinn en kúlan hæfði hann í hálsinn. Vert er að vara lesendur við myndböndunum hér að neðan en það sýnir árásina. BREAKING: Charlie Kirk has been shot. pic.twitter.com/noSLGJuNwi— Clash Report (@clashreport) September 10, 2025 Einungis einu skoti var hleypt af og segja embættismenn að Kirk hafi verið eina fórnarlambið. Markmiðið hafi verið að myrða hann. Um þrjú þúsund manns voru á viðburðinum þegar Kirk var skotinn. Þar voru einnig sex lögregluþjónar auk öryggisvarða sem fylgdu Kirk eftir. Skömmu eftir morðið fóru myndbönd af handtöku eldri manns á skólalóðinni í dreifingu og var hann sagður vera árásarmaðurinn. Lögreglan staðfesti í kjölfarið að sá hefði ekki verið árásarmaðurinn en hann var þrátt fyrir það ákærður fyrir að standa í vegi réttvísinnar. Önnur myndbönd sem hafa verið í dreifingu sýndu mann á þaki húss á skólalóðinni en talið er að skotið hafi komið frá því húsi. Eitt myndband var tekið skömmu áður en skotinu var hleypt af og sá sem tók það sagðist hafa séð mann leggjast niður á þakinu. Annað var tekið skömmu eftir skotið og má þar sjá glitta í mann hlaupa upp á þakinu. Myndböndin má finna í vaktinni hér að neðan (21:45) Renna má yfir vaktina hér að neðan en þar var fylgst með helstu vendingum í kvöld. Áfram verður fylgst með málinu á Vísi í fyrramálið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Morðið á Charlie Kirk Tengdar fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Það var múrarinn Jørgen Boassen sem tók á móti Donald Trump yngri þegar hann heimsótti Grænland á dögunum ásamt föruneyti sínu. Hann segir Bandaríkin ekki munu innlima Grænland en að Danmörk hafi algjörlega brugðist varnarskyldu sinni gagnvart grænlensku þjóðinni. 10. janúar 2025 08:27 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Það var múrarinn Jørgen Boassen sem tók á móti Donald Trump yngri þegar hann heimsótti Grænland á dögunum ásamt föruneyti sínu. Hann segir Bandaríkin ekki munu innlima Grænland en að Danmörk hafi algjörlega brugðist varnarskyldu sinni gagnvart grænlensku þjóðinni. 10. janúar 2025 08:27