Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2025 12:16 Frá fundi fulltrúa Alcoa á Reyðarfirði með Rafiðnaðarsambandi Íslands og Afls starfsgreinafélags sem hófst klukkan tíu í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/tómas Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira