Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Árni Sæberg skrifar 10. september 2025 11:35 Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi segir að ágreiningur Varðar og mannsins hafi einkum lotið að því hvort telja skyldi mótframlag vinnuveitanda mannsins í séreignasjóð til árslauna í skilningi skaðabótalaga við uppgjör á skaðabótum til gagnaðila vegna varanlegrar örorku í kjölfar umferðarslyss eða hvort ákvæðið gildi aðeins um skyldubundið mótframlag vinnuveitanda. Með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um að fallast á kröfur mannsins. Landsréttur hafi talið að fyrra uppgjör aðila hefði ekki falið í sér fullnaðaruppgjör og maðurinn því getað haft uppi viðbótarkröfu þá sem ágreiningur málsins tók til. Með dómi héraðsdóms var Vörður dæmdur til að greiða manninum 302 þúsund krónur til þess að tjón hans teldist að fullu bætt. Engin rök talin halda Í ákvörðuninni segir að Landsréttur hafi ekki fallist á að lagarök stæðu til þess að mótframlag vinnuveitanda í séreignarsjóð skyldi ekki telja til atvinnutekna tjónþola og þar með árslauna í skilningi skaðabótalaga. Ekki hafi verið fallist á að þýðingu hefði að launþegi gæti einhliða ákveðið að hætta greiðslum í séreignarsjóð enda lægi fyrir að hann hefði notið slíkra greiðsla á viðmiðunartímabili samkvæmt ákvæðinu. Þá hafi engu verið talið breyta þótt fyrir lægi að heimilt væri að gera samning um greiðslur í séreignarsjóð við aðra en lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitanda mannsins hefði verið innt af hendi til lífeyrissjóða. Loks hafi ekki verið fallist á að ólíkar reglur um úttektir úr séreignarsjóði gætu haft þýðingu. Mun hafa áhrif á alla sem selja tryggingar Í ákvörðuninni segir að Vörður hafi byggt á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi enda hafi ekki áður verið dæmt um það álitaefni sem ágreiningur þess lýtur að. Niðurstaða málsins myndi hafa áhrif á uppgjör sambærilegra bótakrafna hjá öllum vátryggingarfélögum á Íslandi og hefði því fordæmisgildi á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar. Vörður hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi verið á því byggt að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði litið svo á að dómur Hæstaréttar gæti haft verulegt almennt gildi á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi segir að ágreiningur Varðar og mannsins hafi einkum lotið að því hvort telja skyldi mótframlag vinnuveitanda mannsins í séreignasjóð til árslauna í skilningi skaðabótalaga við uppgjör á skaðabótum til gagnaðila vegna varanlegrar örorku í kjölfar umferðarslyss eða hvort ákvæðið gildi aðeins um skyldubundið mótframlag vinnuveitanda. Með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um að fallast á kröfur mannsins. Landsréttur hafi talið að fyrra uppgjör aðila hefði ekki falið í sér fullnaðaruppgjör og maðurinn því getað haft uppi viðbótarkröfu þá sem ágreiningur málsins tók til. Með dómi héraðsdóms var Vörður dæmdur til að greiða manninum 302 þúsund krónur til þess að tjón hans teldist að fullu bætt. Engin rök talin halda Í ákvörðuninni segir að Landsréttur hafi ekki fallist á að lagarök stæðu til þess að mótframlag vinnuveitanda í séreignarsjóð skyldi ekki telja til atvinnutekna tjónþola og þar með árslauna í skilningi skaðabótalaga. Ekki hafi verið fallist á að þýðingu hefði að launþegi gæti einhliða ákveðið að hætta greiðslum í séreignarsjóð enda lægi fyrir að hann hefði notið slíkra greiðsla á viðmiðunartímabili samkvæmt ákvæðinu. Þá hafi engu verið talið breyta þótt fyrir lægi að heimilt væri að gera samning um greiðslur í séreignarsjóð við aðra en lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitanda mannsins hefði verið innt af hendi til lífeyrissjóða. Loks hafi ekki verið fallist á að ólíkar reglur um úttektir úr séreignarsjóði gætu haft þýðingu. Mun hafa áhrif á alla sem selja tryggingar Í ákvörðuninni segir að Vörður hafi byggt á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi enda hafi ekki áður verið dæmt um það álitaefni sem ágreiningur þess lýtur að. Niðurstaða málsins myndi hafa áhrif á uppgjör sambærilegra bótakrafna hjá öllum vátryggingarfélögum á Íslandi og hefði því fordæmisgildi á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar. Vörður hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi verið á því byggt að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði litið svo á að dómur Hæstaréttar gæti haft verulegt almennt gildi á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira