Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2025 10:58 Óeirðarlögreglumenn slógu skjaldbog um þinghúsið í Katmandú í morgun. Skömmu síðar hófu þeir skothríð á mótmælendur sem reyndu að komast inn í húsið. AP/Niranjan Shrestha Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. Nepölsk stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook, X og Youtube á þeim forsendum að fyrirtækin hefðu ekki skráð sig og gengist undir eftirlit þeirra í síðustu viku. Tugir þúsunda manna þustu út á götu höfuðborgarinnar til þess að mótmæla banninu. Mótmælin virðist hafa farið úr böndunum þegar hópur fólks ruddi sér leið í gegnum gaddavír og stökktu óeirðarlögreglumönnum á flótta við þinghúsið. Lögreglumenn skutu táragasi og beittu háþrýstivatnsbyssum á mótmælendurna. Þeir máttu þó ekki við margnum og hörfuðu inn í þinghúsið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar mótmælendur reyndu að komast inn í þinghúsið sjálft hófu lögreglumenn skothríð. Átta manns létust af sárum sínum á tveimur sjúkrahúsum en tugir til viðbótar eru sárir. Stjórnvöld eru talin beita samfélagsmiðlabanninu til þess að ritskoða og refsa stjórnarandstæðingum sem gagnrýna þau á netinu. Nokkur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa gengist undir kvaðir nepalskra stjórnvalda um að þau skrái sig sérstaklega í landinu, þar á meðal kínverski miðillinn Tiktok. Hann var bannaður um tíma á þeim forsendum að hann spillti fyrir samlyndi í samfélaginu og væri vettvangur fyrir dreifingu á ósóma. Banninu var aflétt eftir að stjórnendur Tiktok lofuðu að fylgja landlögum í Nepal. Nepal Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Nepölsk stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook, X og Youtube á þeim forsendum að fyrirtækin hefðu ekki skráð sig og gengist undir eftirlit þeirra í síðustu viku. Tugir þúsunda manna þustu út á götu höfuðborgarinnar til þess að mótmæla banninu. Mótmælin virðist hafa farið úr böndunum þegar hópur fólks ruddi sér leið í gegnum gaddavír og stökktu óeirðarlögreglumönnum á flótta við þinghúsið. Lögreglumenn skutu táragasi og beittu háþrýstivatnsbyssum á mótmælendurna. Þeir máttu þó ekki við margnum og hörfuðu inn í þinghúsið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar mótmælendur reyndu að komast inn í þinghúsið sjálft hófu lögreglumenn skothríð. Átta manns létust af sárum sínum á tveimur sjúkrahúsum en tugir til viðbótar eru sárir. Stjórnvöld eru talin beita samfélagsmiðlabanninu til þess að ritskoða og refsa stjórnarandstæðingum sem gagnrýna þau á netinu. Nokkur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa gengist undir kvaðir nepalskra stjórnvalda um að þau skrái sig sérstaklega í landinu, þar á meðal kínverski miðillinn Tiktok. Hann var bannaður um tíma á þeim forsendum að hann spillti fyrir samlyndi í samfélaginu og væri vettvangur fyrir dreifingu á ósóma. Banninu var aflétt eftir að stjórnendur Tiktok lofuðu að fylgja landlögum í Nepal.
Nepal Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira