Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 07:46 Carlos Alcaraz eyddi tveimur vikum í einangruðum æfingabúðum eftir tapið á Wimbledon og hefndi sín á Opna bandaríska. Matthew Stockman/Getty Images Eftir rúmt ár í öðru sæti heimslistans tók Carloz Alcaraz toppsætið af Jannik Sinner með sigri í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Þeir hafa mikla yfirburði yfir aðra tenniskappa og hafa á síðustu tveimur árum unnið öll átta risamótin, fjögur á mann. Alcaraz hefndi í gærkvöldi fyrir tap í úrslitaleiknum á Wimbledon fyrir tæpum tveimur mánuðum, en þar var Sinner að hefna fyrir tap á Opna franska tveimur mánuðum áður. Pure domination 😤 pic.twitter.com/3neC54H06E— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2025 Alls hefur Alcaraz nú unnið sex risamót þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall, Wimbledon, Opna franska og Opna bandaríska í tvígang en á eftir að vinna Opna ástralska til að klára alslemmuna. Á Opna bandaríska í ár töpuðu þeir samanlagt aðeins tveimur settum í aðdraganda úrslitaleiksins, svo miklu betri eru þeir en allir aðrir, og eftir tapið í gærkvöldi sagði Sinner að hann væri nógu góður til að vinna hvern sem er, en það væri vandamál að mæta Alcaraz. Jannik Sinner says he needs to become more unpredictable to become a better tennis player:“I was very predictable on court today. He changed up the game. That’s also his style of how he plays. Now it’s gonna be on me if I want to make changes or not. We’re definitely gonna work… pic.twitter.com/eF9eeofyez— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 7, 2025 Rígur þeirra minnir mjög á ríginn mikla milli Rogers Federer og Rafaels Nadal, sem að mættust í sautján af átján úrslitaleikjum á risamótum frá 2005-2009. Þá steig ungur Novak Djokovic inn á sjónarsviðið og fór að berjast um titla en hann er núna orðinn eldri og þrátt fyrir að hafa náð í undanúrslit á öllum risamótum í ár viðurkennir hann sjálfur að hann eigi lítinn möguleika gegn Alcaraz og Sinner í fimm setta leikjum. The hug at the net between Novak Djokovic and Carlos Alcaraz after their U.S. Open match is one of the best things you’ll see all week. Two different ages. Two different eras. But there’s so much respect & love here. ❤️ pic.twitter.com/15olKJNVlx— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 5, 2025 Tennisheimurinn bíður því spenntur eftir einhverjum sem getur keppt þá tvo, miklar vonir eru bundnar við ungan mann frá Brasilíu, Joao Fonseca, en hann er enn aðeins nítján ára gamall. Give Joao Fonseca a year and a half, 2 years max and he'll be the most viable answer to shaking up and breaking up the current world order of men's tennis with the untouchable top 2 of Yannik Sinner and Carlos Alcaraz.— Bryan Fenley (@BryanFenley) September 6, 2025 Tennis Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
Þeir hafa mikla yfirburði yfir aðra tenniskappa og hafa á síðustu tveimur árum unnið öll átta risamótin, fjögur á mann. Alcaraz hefndi í gærkvöldi fyrir tap í úrslitaleiknum á Wimbledon fyrir tæpum tveimur mánuðum, en þar var Sinner að hefna fyrir tap á Opna franska tveimur mánuðum áður. Pure domination 😤 pic.twitter.com/3neC54H06E— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2025 Alls hefur Alcaraz nú unnið sex risamót þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall, Wimbledon, Opna franska og Opna bandaríska í tvígang en á eftir að vinna Opna ástralska til að klára alslemmuna. Á Opna bandaríska í ár töpuðu þeir samanlagt aðeins tveimur settum í aðdraganda úrslitaleiksins, svo miklu betri eru þeir en allir aðrir, og eftir tapið í gærkvöldi sagði Sinner að hann væri nógu góður til að vinna hvern sem er, en það væri vandamál að mæta Alcaraz. Jannik Sinner says he needs to become more unpredictable to become a better tennis player:“I was very predictable on court today. He changed up the game. That’s also his style of how he plays. Now it’s gonna be on me if I want to make changes or not. We’re definitely gonna work… pic.twitter.com/eF9eeofyez— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 7, 2025 Rígur þeirra minnir mjög á ríginn mikla milli Rogers Federer og Rafaels Nadal, sem að mættust í sautján af átján úrslitaleikjum á risamótum frá 2005-2009. Þá steig ungur Novak Djokovic inn á sjónarsviðið og fór að berjast um titla en hann er núna orðinn eldri og þrátt fyrir að hafa náð í undanúrslit á öllum risamótum í ár viðurkennir hann sjálfur að hann eigi lítinn möguleika gegn Alcaraz og Sinner í fimm setta leikjum. The hug at the net between Novak Djokovic and Carlos Alcaraz after their U.S. Open match is one of the best things you’ll see all week. Two different ages. Two different eras. But there’s so much respect & love here. ❤️ pic.twitter.com/15olKJNVlx— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 5, 2025 Tennisheimurinn bíður því spenntur eftir einhverjum sem getur keppt þá tvo, miklar vonir eru bundnar við ungan mann frá Brasilíu, Joao Fonseca, en hann er enn aðeins nítján ára gamall. Give Joao Fonseca a year and a half, 2 years max and he'll be the most viable answer to shaking up and breaking up the current world order of men's tennis with the untouchable top 2 of Yannik Sinner and Carlos Alcaraz.— Bryan Fenley (@BryanFenley) September 6, 2025
Tennis Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira