Fótbolti

Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson rýnir í gögnin.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson rýnir í gögnin. vísir/anton

Þeir Bjarni Guðjónsson og Kári Árnason eiga von á því að Arnar Gunnlaugsson gerir breytingar á byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi á þriðjudaginn.

Ísland hóf undankeppni HM 2026 með stórsigri á Aserbaísjan á Laugardalsvelli í gær, 5-0. Þetta er stærsti sigur Íslendinga á heimavelli í keppnisleik í sögunni.

Ljóst er að Arnar þarf að gera allavega eina breytingu á byrjunarliðinu því Albert Guðmundsson meiddist er hann skoraði fjórða mark Íslands gegn Aserbaísjan og verður ekki með gegn Frakklandi á þriðjudaginn.

Þeir Bjarni og Kári búast við að Arnar tefli fram breyttri miðju gegn Frakklandi en hann gerði gegn Aserbaísjan.

Gera ráð fyrir Hákoni á kantinum

„Við tölum oft um að þyngja liðin, að vera með varnarsinnaðra lið. Gísli Gotti [Þórðarson] gæti alveg komið inn í liðið. Við gætum verið með tvær sexur og aðra áttu þar fyrir framan þannig þú ert að spila með þéttari miðju,“ sagði Bjarni er þeir Kári og Kjartan Atli Kjartansson gerðu leikinn gegn Aserbaísjan upp í gær.

„Ég tek undir það,“ sagði Kári. „Ég myndi alltaf setja Hákon [Arnar Haraldsson] út á kant og vera með þyngri miðju sem getur unnið boltann og unnið skallaeinvígi og einvígi yfirhöfuð og láta Jón Dag [Þorsteinsson] og Hákon sjá um kantana. Svo þarftu bara mann sem getur haldið bolta frammi og það er Andri Lucas [Guðjohnsen] fyrir okkur í dag. Þannig myndi ég gera þetta.“

Klippa: Umræða um breytingar fyrir Frakkaleikinn

Guðlaugur Victor Pálsson, sem kom Íslandi á bragðið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, kenndi sér einhvers meins undir lok leiksins í gær og Kári sagði mikilvægt að hann yrði klár í leikinn gegn Frakklandi.

Verður strembinn leikur

Á sama tíma og Íslendingar rúlluðu yfir Asera unnu Frakkar Úkraínumenn, 0-2. Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, tefldi fram ógnarsnöggri framlínu í gær; Kylian Mbappé, Désiré Doué og Bradley Barcola.

„Ef þessir leikmenn fá tíma og pláss og ég tala nú ekki um svæði fyrir aftan vörnina ertu strax lentur í vandræðum því þar fyrir aftan er allt stútfullt af hæfileikaríkum fótboltamönnum sem geta sent boltann og sent hann á réttu tempói og svo framvegis þannig að þetta verður strembinn leikur,“ sagði Bjarni.

Ísland hefur aldrei unnið Frakkland í A-landsleik í karlaflokki en liðin hafa fjórum sinnum skilið jöfn.

Umræðuna um leikinn gegn Frökkum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik

Sigur Íslands á Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 í gær var stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á heimavelli í keppnisleik.

Stærsti sigur Ís­lands ekki gegn smáþjóð

Það er ekki á hverjum degi sem íslenska landsliðið skorar fimm mörk í leik. Ísland lagði Aserbaísjan í gærkvöldi með fimm mörkum gegn engu en þetta var aðeins áttundi leikurinn í sögu landsliðsins þar sem liðið skorar fimm mörk eða fleiri.

Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik

Þjálfari Aserbaísjan, Portúgalinn Fernando Santos, sat fyrir svörum blaðamanna eftir tap hans manna í kvöld. Það er óhætt að segja að aserskum blaðamönnum hafi hitnað í hamsi þegar þeir fengu tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr.

„Fallegt að koma inn á fyrir bróður“

Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld þegar hann kom inn á fyrir bróður sinn Andra Lucas. Stór stund fyrir Guðjohnsen fjölskylduna og þjóðina alla.

„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“

Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri.

Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld

Ísak Bergmann Jóhannesson var gripinn í viðtal strax eftir sigurinn gegn Aserbaísjan í kvöld. Hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri og var einn af betri mönnum vallarins. Ísland byrjar undankeppni HM ´26 eins vel og hægt er.

„Héldum áfram og drápum leikinn“

Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í keppnisleik fyrir Íslands hönd í kvöld er liðið lagði Aserbaíjsan 5-0 á Laugardalsvelli. Hákon Arnar spilaði allan leikinn og var stoltur af liðinu eftir leikinn.

„Fagnið var fyrir mömmu og pabba“

Ísland burstaði Aserbaíjsan 5-0 í undankeppni HM í kvöld. Liðið setti í sjötta gír í seinni hálfleik og var með öll völd á vellinum. Eftir hæga byrjun virtist Guðlaugur Victor Pálsson kveikja í liðinu með marki rétt fyrir hálfleik.

Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins

Ísland tók á móti Aserbaísjan í fyrstu umferð forkeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Leikurinn fór 5-0 fyrir Ísland en eftir leiðinlegan fyrri hálfleik var afturbrennarinn settur í gang í þeim seinni og verkefnið klárað með sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×