Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 19:09 Fyrirtækin gangast við lögbrotum sem hluti af sáttinni við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25