Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2025 18:30 Birta Georgsdóttir reyndist hetja Breiðabliks. vísir/Viktor Freyr Íslandsmeistarar Breiðabliks tók á móti FH í 16. umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir og virtust lengi vel ætla að stela stigunum þremur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá heimakonum. Birta Georgsdóttir steig hins vegar upp þegar mest á reyndi og tryggði Blikum þrjú stig og örugga forystu á toppi deildarinnar. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og komust strax yfir á 10. mínútu þegar Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði. Eftir markið héldu gestirnir vel í boltann og stjórnuðu leiknum að mestu í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir mörg góð færi hjá báðum liðum, tókst hvorugu liðinu að bæta við marki og staðan því í hálfleik 0-1 fyrir FH. Breiðablik kom af krafti út í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum. Blikar sóttu stíft og sköpuðu sér fjölda marktækifæra en náðu ekki að koma boltanum í netið. Birga Georgsdóttir tókst að jafna leikinn á 90. mínútu með marki sem hafði hreinlega legið í loftinu í 45 mínútur. Boltinn barst þá til hennar á fjærstöng þar sem hún átti skot í stöng. Boltinn skaust hins vegar aftur til Birtu sem var ekki lengi að athafna sig og lagði boltann snyrtilega í netið. Þarna voru Blikar komnir með blóð á tennurnar og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir boltann á vallarhelmingi FH. Hún óð að teignum áður en hún renndi boltanum á Birtu sem afgreiddi færið snyrtilega niðri í fjær. Frábærlega gert hjá varamönnunum tveimur en varnarleikur FH til háborinnar skammar á þessu mikilvæga augnabliki. Reyndist það sigurmark leiksing og Íslandsmeistarar Breiðabliks nú með 8 stiga forystu á toppi Bestu. Atvik leiksins Fyrsta mark Blika sem hafði legið í loftinu í heilar 45 mínútur. Stjörnur og skúrkar Macy Elizabeth Enneking, markvörður FH, átti stórgóðan leik í kvöld og hélt FH-ingum yfir mesta hluta leiksins. Varamaðurinn Birta Georgsdóttir er maður leiksins. Tvö mörk á síðustu mínútum leiksins. Stemmning og umgjörð Umgjörðin er alltaf mjög fín hérna á Kópavogsvelli. Það er einnig alltaf góð stemning hérna, mikill söngur og mikil læti. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var á flautunni í kvöld. Kristofer Bergmann og Magnús Garðarsson voru með honum hlaupandi upp og niður hliðarlínuna. „Þessi seinni hálfleikur var besti 45 mínútna kafli sem nokkurt lið hefur spilað“ Þjálfari Breiðabliks fylgist með.Vísir/Diego „Ég hélt miðað við öll marktækifærin að þetta væri hreinlega ekki okkar dagur. Einn af þessum leikjum þar sem liðið virðist vera að spila í heilan mánuð og nær ekki að skora,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. „Allur heiðurinn á að fara til leikmanna liðsins. Þær héldu áfram og gerðu réttu hlutina. Það er mjög auðvelt að verða stressaður, og bara skjóta einhvert og lúðra boltanum inn í teig. En við héldum áfram að gera réttu hlutina og sigurmarkið sýndi það. Við færðum boltann í rétt svæði, réttar sendingar í gegn og Birta Georgsdóttir er líklega besti leikmaður landsins í að klára færi í dag.“ sagði Nik. Birta Georgsdóttir kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og átti frábæran leik fyrir Breiðablik. Hún skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði Blikum þar með öll þrjú stigin. „Ég var mjög ánægður með innkomu Birtu og í raun allra varamanna. Birta hefur verið meidd undanfarið og þess vegna byrjaði hún ekki leikinn í dag. En hún var frábær í hálftíma og það var heljarinnar hálftími. Í ár hefur hún tekið mörg skref upp á við og verið frábær.“ „Heilt yfir er ég sáttur - fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en sá seinni var einhliða umferð með látlausum árásum. Ég bað liðið í hálfleik að sýna sitt sanna sjálf og þessi seinni hálfleikur var besti 45 mínútna kafli sem nokkurt lið hefur spilað á Íslandi á þessu ári.“ „Áfram gakk“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Þetta var kaflaskiptur leikur hjá FH, eða leikur tveggja hálfleika. Við þurftum heldur betur að þjást í 45 mínútur í seinni hálfleik. Það er stundum þannig og við þurfum að skoða hvers vegna við þurftum að þjást. Það var ekkert sem benti til þess að við þyrftum að gera það í þessari stöðu. En gott og vel, þá er helvíti fúlt að ná að gera það í 90. mínútur og brotna svo rétt í lokin,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, svekktur eftir tap liðsins í kvöld. „Frammistaðan í fyrri hálfleik var flott og við áttum fullt af fínum köflum. Blikar áttu einnig fína kafla og við hefðum geta skorað fleiri og Blikar reyndar líka. Það var margt sem klikkaði í seinni hálfleik og við föllum mjög neðarlega og náðum ekki að tengja sendingar. Við vorum að verja markrammann í 45 mínútur, og það tókst næstum því.“ Tapið þýðir að FH missir Blika enn lengra frá sér í baráttunni um toppsætið. Breiðablik styrkti stöðu sína á toppnum með sigrinum og er nú 7 stigum á undan FH. „Áfram gakk, það er ennþá hellingur að vinna fyrir FH liðið. Þetta er högg fyrir okkur en við hættum ekkert að spila fótbolta. Við jöfnum okkur í dag og verðum fúlar, sárar og svekktar í kvöld, og sennilega á morgun líka. En það hefst svo ný æfingarvika og það er stutt í næsta leik. við þurfum að halda áfram að gera okkar.“ Besta deild kvenna Breiðablik FH Tengdar fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik. 4. september 2025 21:32
Íslandsmeistarar Breiðabliks tók á móti FH í 16. umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir og virtust lengi vel ætla að stela stigunum þremur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá heimakonum. Birta Georgsdóttir steig hins vegar upp þegar mest á reyndi og tryggði Blikum þrjú stig og örugga forystu á toppi deildarinnar. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og komust strax yfir á 10. mínútu þegar Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði. Eftir markið héldu gestirnir vel í boltann og stjórnuðu leiknum að mestu í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir mörg góð færi hjá báðum liðum, tókst hvorugu liðinu að bæta við marki og staðan því í hálfleik 0-1 fyrir FH. Breiðablik kom af krafti út í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum. Blikar sóttu stíft og sköpuðu sér fjölda marktækifæra en náðu ekki að koma boltanum í netið. Birga Georgsdóttir tókst að jafna leikinn á 90. mínútu með marki sem hafði hreinlega legið í loftinu í 45 mínútur. Boltinn barst þá til hennar á fjærstöng þar sem hún átti skot í stöng. Boltinn skaust hins vegar aftur til Birtu sem var ekki lengi að athafna sig og lagði boltann snyrtilega í netið. Þarna voru Blikar komnir með blóð á tennurnar og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir boltann á vallarhelmingi FH. Hún óð að teignum áður en hún renndi boltanum á Birtu sem afgreiddi færið snyrtilega niðri í fjær. Frábærlega gert hjá varamönnunum tveimur en varnarleikur FH til háborinnar skammar á þessu mikilvæga augnabliki. Reyndist það sigurmark leiksing og Íslandsmeistarar Breiðabliks nú með 8 stiga forystu á toppi Bestu. Atvik leiksins Fyrsta mark Blika sem hafði legið í loftinu í heilar 45 mínútur. Stjörnur og skúrkar Macy Elizabeth Enneking, markvörður FH, átti stórgóðan leik í kvöld og hélt FH-ingum yfir mesta hluta leiksins. Varamaðurinn Birta Georgsdóttir er maður leiksins. Tvö mörk á síðustu mínútum leiksins. Stemmning og umgjörð Umgjörðin er alltaf mjög fín hérna á Kópavogsvelli. Það er einnig alltaf góð stemning hérna, mikill söngur og mikil læti. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var á flautunni í kvöld. Kristofer Bergmann og Magnús Garðarsson voru með honum hlaupandi upp og niður hliðarlínuna. „Þessi seinni hálfleikur var besti 45 mínútna kafli sem nokkurt lið hefur spilað“ Þjálfari Breiðabliks fylgist með.Vísir/Diego „Ég hélt miðað við öll marktækifærin að þetta væri hreinlega ekki okkar dagur. Einn af þessum leikjum þar sem liðið virðist vera að spila í heilan mánuð og nær ekki að skora,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. „Allur heiðurinn á að fara til leikmanna liðsins. Þær héldu áfram og gerðu réttu hlutina. Það er mjög auðvelt að verða stressaður, og bara skjóta einhvert og lúðra boltanum inn í teig. En við héldum áfram að gera réttu hlutina og sigurmarkið sýndi það. Við færðum boltann í rétt svæði, réttar sendingar í gegn og Birta Georgsdóttir er líklega besti leikmaður landsins í að klára færi í dag.“ sagði Nik. Birta Georgsdóttir kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og átti frábæran leik fyrir Breiðablik. Hún skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði Blikum þar með öll þrjú stigin. „Ég var mjög ánægður með innkomu Birtu og í raun allra varamanna. Birta hefur verið meidd undanfarið og þess vegna byrjaði hún ekki leikinn í dag. En hún var frábær í hálftíma og það var heljarinnar hálftími. Í ár hefur hún tekið mörg skref upp á við og verið frábær.“ „Heilt yfir er ég sáttur - fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en sá seinni var einhliða umferð með látlausum árásum. Ég bað liðið í hálfleik að sýna sitt sanna sjálf og þessi seinni hálfleikur var besti 45 mínútna kafli sem nokkurt lið hefur spilað á Íslandi á þessu ári.“ „Áfram gakk“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Þetta var kaflaskiptur leikur hjá FH, eða leikur tveggja hálfleika. Við þurftum heldur betur að þjást í 45 mínútur í seinni hálfleik. Það er stundum þannig og við þurfum að skoða hvers vegna við þurftum að þjást. Það var ekkert sem benti til þess að við þyrftum að gera það í þessari stöðu. En gott og vel, þá er helvíti fúlt að ná að gera það í 90. mínútur og brotna svo rétt í lokin,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, svekktur eftir tap liðsins í kvöld. „Frammistaðan í fyrri hálfleik var flott og við áttum fullt af fínum köflum. Blikar áttu einnig fína kafla og við hefðum geta skorað fleiri og Blikar reyndar líka. Það var margt sem klikkaði í seinni hálfleik og við föllum mjög neðarlega og náðum ekki að tengja sendingar. Við vorum að verja markrammann í 45 mínútur, og það tókst næstum því.“ Tapið þýðir að FH missir Blika enn lengra frá sér í baráttunni um toppsætið. Breiðablik styrkti stöðu sína á toppnum með sigrinum og er nú 7 stigum á undan FH. „Áfram gakk, það er ennþá hellingur að vinna fyrir FH liðið. Þetta er högg fyrir okkur en við hættum ekkert að spila fótbolta. Við jöfnum okkur í dag og verðum fúlar, sárar og svekktar í kvöld, og sennilega á morgun líka. En það hefst svo ný æfingarvika og það er stutt í næsta leik. við þurfum að halda áfram að gera okkar.“
Besta deild kvenna Breiðablik FH Tengdar fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik. 4. september 2025 21:32
Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik. 4. september 2025 21:32
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki