Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 15:30 Kristrún Frostadóttir (f.m.) með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, (t.v) og Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, (t.h.) í Kaupmannahöfn í dag. Forsetaembætti Úkraínu Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum. Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum.
Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira