Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. september 2025 19:34 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segist brugðið eftir Kastljóssþátt gærkvöldsins. Vísir Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. „Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“ Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
„Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“
Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54