Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 21:22 Erlendur S. Þorsteinsson segir alveg ljóst að hættu hafi stafað af mótorhjólamönnunum. Vísir Á dögunum keyrðu þrír mótorhjólamenn á miklum hraða um reiðhjólastíg í Fossvogi og styttu sér þannig leið á háannatíma í síðdegisumferðinni. Lögregla segir málið litið alvarlegum augum. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir atvikið ekki einsdæmi, líkt og kom í ljós þegar fréttamaður fór á vettvang í dag. Það var reiðhjólamaður á leið heim úr vinnu sem náði myndskeiði af mótorhjólamönnunum þar sem þeir keyrðu hjólreiðastíginn síðdegis á virkum degi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið litið alvarlegum augum og er nú til rannsóknar. Aksturinn sé með öllu óheimill og viðurlög séu sektagreiðslur. Erlendur S. Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir alveg ljóst að illa hefði getað farið. „Þessir bifhjólamenn fóru bara hreint í framúrakstur á stígnum. Þetta er ekki einu sinni það að brjóta lög fagmannlega og með varúð heldur gera þeir þetta óvarlega. Þetta hefði getað endaði illa. Á þessum hjólastíg hérna fyrir aftan okkur, það eru börn á honum í bland við samgönguhjólreiðafólk, þú verður að búast við allskonar umferð og þú getur ekki verið á honum á tækjum sem eru ekki til þess gerð.“ Keyrði stíginn óvænt í miðju viðtali Mörg dæmi séu um að öðrum ökutækjum, meðal annars bílum, sé ekið eftir hjólreiðastígum. Það kom á daginn í miðju viðtali líkt og sjá má í fréttinni þegar skellinaðra þeyttist framhjá. „Algengustu tilvikin eru hinsvegar breytt hlaupahjól, sem geta auðveldlega komist upp í sextíu til áttatíu kílómetra hraða og menn eru stundum á 40-50, ég hef stundum reynt að hjóla á eftir þeim og hef gefist upp þegar....“ Er þetta löglegt hjól á svona stíg? „Ég er ekki viss, hann er með skráningarnúmer. Hann er á löglegum hraða. Ég skal gefa honum það, hann er á löglegum hraða en hann er með skráningarnúmer, þannig ég myndi halda ekki. Þau sem eru lögleg á þessum stígum eru ekki með skráningarnúmer.“ Þessi hefði átt heima á götunni? „Þessi hefði átt heima einhvers staðar annars staðar.“ Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Umferðaröryggi Bifhjól Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Það var reiðhjólamaður á leið heim úr vinnu sem náði myndskeiði af mótorhjólamönnunum þar sem þeir keyrðu hjólreiðastíginn síðdegis á virkum degi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið litið alvarlegum augum og er nú til rannsóknar. Aksturinn sé með öllu óheimill og viðurlög séu sektagreiðslur. Erlendur S. Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir alveg ljóst að illa hefði getað farið. „Þessir bifhjólamenn fóru bara hreint í framúrakstur á stígnum. Þetta er ekki einu sinni það að brjóta lög fagmannlega og með varúð heldur gera þeir þetta óvarlega. Þetta hefði getað endaði illa. Á þessum hjólastíg hérna fyrir aftan okkur, það eru börn á honum í bland við samgönguhjólreiðafólk, þú verður að búast við allskonar umferð og þú getur ekki verið á honum á tækjum sem eru ekki til þess gerð.“ Keyrði stíginn óvænt í miðju viðtali Mörg dæmi séu um að öðrum ökutækjum, meðal annars bílum, sé ekið eftir hjólreiðastígum. Það kom á daginn í miðju viðtali líkt og sjá má í fréttinni þegar skellinaðra þeyttist framhjá. „Algengustu tilvikin eru hinsvegar breytt hlaupahjól, sem geta auðveldlega komist upp í sextíu til áttatíu kílómetra hraða og menn eru stundum á 40-50, ég hef stundum reynt að hjóla á eftir þeim og hef gefist upp þegar....“ Er þetta löglegt hjól á svona stíg? „Ég er ekki viss, hann er með skráningarnúmer. Hann er á löglegum hraða. Ég skal gefa honum það, hann er á löglegum hraða en hann er með skráningarnúmer, þannig ég myndi halda ekki. Þau sem eru lögleg á þessum stígum eru ekki með skráningarnúmer.“ Þessi hefði átt heima á götunni? „Þessi hefði átt heima einhvers staðar annars staðar.“
Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Umferðaröryggi Bifhjól Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira