Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 10:31 Alexander Ceferin og Þorvaldur Örlygsson fóru yfir málin í síðustu viku. KSÍ Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), segir Ísland stórkostlegt land og hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann segir hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningaaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst. Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“ UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“
UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira