Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar 2. september 2025 10:31 Ákall um samstöðu gegn grimmdarverkum og krafa um tafarlausa mannúðaraðstoð. Þann 10. ágúst 2025 mótmæltu Drúsar á Íslandi ásamt stuðningsfólki fyrir utan Hallgrímskirkju. Með því vildu þau sýna fólki í Suwayda í suðurhluta Sýrlands samstöðu sína. Suwayda er borg í suðurhluta Sýrlands og tilheyra íbúar hennar flestir þjóðarbroti Drúsa. Mótmælendur fordæmdu fjöldamorð sem framin hafa verið af hryðjuverkasamtökunum ISIS í borginni. Jafnframt var lýst yfir fordæmingu á bráðabirgðastjórninni í Sýrlandi, sem er undir forsæti fyrrverandi leiðtoga al-Nusra samtakanna Ahmad al-Sharaa (Abu Mohammad al-Julani). Þess var krafist að þegar í stað yrðu komið á fót öruggri leið fyrir hjálpargögn, enda neyðin sár í borginni. Um þessar mundir er umsátursástand í Suwayda, mannrán hafa verið framin og sprengjuárásir gerðar á almenna borgara sem og aðra. Almenningur, konur, börn, nemendur og bændur, sem litla sem enga reynslu hafa af beitingu vopna, eru nú í þeirri stöðu að verja þorp sín án þjálfunar og með takmarkað aðgengi að vopnum. Samstöðufundur með Druze fólki á Íslandi, Ágúst 10, 2025. Heimild: Daniel Thor Bjarnason, Mouna Nasr Vitnum til orða Rímu, sem er Íslendingur sem á ættir að rekja til Drúsa: „Engin leið er örugg, ekki einu sinni sú sem ætti að vera opin fyrir mannúðaraðstoð. Þar er fólk skotið úr launsátri. Sjúklingar með krabbamein og sykursýki lætur lífið þar sem þau fá ekki lyf. Frændfólk mitt, nemendur í framhaldsskóla, hafa neyðst til að reyna að verja heimili sín.“ Sú mynd sem dregið hefur verið upp, að ofbeldisverkin séu öll framin af ISIS, segir ekki alla söguna. Í augum Drúsa eru ISIS og sýrlensk stjórnvöld í raun af sama meiði. Stjórnvöld hafa bæði beitt hersveitum Daesh (sem einnig er þekkt sem ISIL, Íslamska ríkið eða ISIS) og einnig vopnvætt sveitir Bedúína og annarra arabískra þjóðarbrota í herförinni gegn Suwayda. Þetta eykur á örvæntingu samfélags Drúsa þar sem hryðjuverkasamtökin ISIS og sýrlensk stjórnvöld eru í raun sömu öflin. Af þeim sökum beinist fordæmingin fyrst og fremst gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Þjóðarbrot Drúsa og sögulegar rætur samfélags þeirra Kristin kirkja og Khalwa bygging Druze samfélagsins í Shuf fjöllum: Druze fólk og kristið hefur lifað saman í sátt og samlyndi öldum saman í Shuf fjöllunum. Wikipedia Fólk sem á rætur að rekja til þjóðarbrots Drúsa býr nú innan landamæra fjölmargra ríkja, en vísa gjarnan til sjálfs sín sem „hinna sameinuðu“. Við hrun Ottómanveldisins í upphafi þriðja áratugar tuttugustu aldarinnar voru dregin upp fjölmörg ný landamæri. Við það var heimkynnum Drúsa skipt upp á milli ýmissa ríkja. Í dag er talið að þjóð Drúsa telji allt frá 800 þúsund upp í 2 milljónir manns. Flest búa þau innan landamæra Sýrlands og Líbanons en minni samfélög Drúsa eru á hernámssvæðum Ísraelsmanna og í Jórdaníu. Allstór samfélög Drúsa eru í Venesúela og Brasilíu. Í menningu þeirra fléttast saman straumar úr ýmsum áttum, meðal annars þeir sem rekja má til hindúisma sem og klassískrar grískrar heimspeki. Drúsar eru þekktir fyrir sterka samstöðu og hafa haft mikil áhrif á sögu og stjórnmálaþróun fyrir botni Miðjarðarhafs sem og kristindóminn. Borgin Suwayda er kölluð „litla Venesúela“ og vísar það til þess að þar koma saman menningarstraumar úr ýmsum áttum. Á Íslandi búa um þúsund manns sem eiga ættir að rekja til Drúsa. Suwayda, Gólanhæðir og stríðið í Sýrlandi Í Suwayda hefur löngum verið höfuðvígi menningar og stjórnmála Drúsa. Styrjöldin sem nú geisar í Sýrlandi hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana, en á sama tíma búa samfélög Drúsa í Gólan hæðum við kúgun undir hernámi og yfirráðum Ísraelsmanna. Ófriðurinn hefur sett allt úr skorðum: verslun og öll viðskipti, útflutningur epla hefur lagst af og Ísraelsher hefur gert sífellt grimmilegri loftárásir á svæðið í herför sem kennd er við örvarnar í Basan (Operation Arrows of Bashan). Palestínskar drúsafjölskyldur 1880-1920, heimild: Wikipedia. Sultan Basha Al-Atrash, leiðtoga sýrlensku byltingarinnar, heimild: Ballan Art Foundation Örlögin hafa hagað því svo til að þjóð Drúsa hefur orðið fórnarlamb harðstjórna, öfgatrúarhópa og átaka valdamikilla afla á svæðinu eða á alþjóðavísu. Þannig hefur tilvist hennar stundum verið háð vanheilögum bandalögum fremur en eigin getu til sjálfsákvarðana. Fyrir botni Miðjarðarhafs stendur minnihlutahópum ógn af öflum sem notfæra sér aðstæðurnar til að komast til valda. Sé fólk drepið að undirlagi eigin stjórnvalda er það knúið til að leita ásjár ytri afla þar sem eina skjólið getur mögulega leynst. Án öryggis og möguleika til að ráða eigin örlögum á hinu pólitíska sviði, getur fólk neyðst til að haga seglum eftir vindi til þess að reyna að lifa af og án þessa að eiga um það nokkurt val. Hvatning til aðgerða Hörmungarnar í Suwayda kalla brýna þörf fyrir mannúðaraðstoð. Aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins leiðir til grimmdarverka: dauði almennra borgara, mannrán og lyfjaskortur eru daglegt brauð. Brýn þörf er á alþjóðlegri samstöðu, að koma á fót öruggri leið fyrir mannúðaraðstoð, læknisaðstoð og að alþjóðasamfélagið axli ábyrgð. Mouna er ein þeirra kvenna sem tilheyrir samfélagi Drúsa á Íslandi. Hún vill bregðast við athugasemdum af spjallsíðum sem féllu nýlega þar sem fólki frá Suwayda var hótað því að það yrði „sent til baka”. Hún bendir á að slík orðræða er bæði meiðandi og villandi. Fólk er smættað niður í einfaldar staðalmyndir, sjálfsmynd Drúsa höfð að engu og réttur þeirra til að búa við öryggi og reisn á Íslandi lítilsvirtur. Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í Genf hafa eindregið varað við því sem þeir kalla „skipulagða herför” gegn Drúsum í Suwayda, bæði innan sjálfrar borgarinnar og á svæðunum umhverfis hana. Síðan um miðjan júlí 2025 hafa vopnaðar sveitir framið fjöldamorð, mannrán og kynferðisglæpi. Þær hafa brennt til grunna heilu þorpin. Um þúsund manns hafa fallið í valinn og mörg hundruð er saknað. Vitni greina frá því að karlmenn úr hópi Drúsa hafi verið niðurlægðir með því að raka yfirvaraskegg af þeim, konum hefur verið rænt, og í sumum tilvikum, hafa þær verið myrtar eftir að hafa verið nauðgað. Fólk sem lifað hefur af hefur verið þröngvað til þess að koma fram á miðlum opinberlega og lýsa því yfir að Drúar væru ýmist „svikarar“ eða „trúleysingjar”. Sérfræðingarnir hafa fordæmt bæði þá orðræðu haturs og flokkadrátta sem er að baki árásunum sem og bráðabirgðastjórnina sem nú fer með völd í Sýrlandi, enda sé hún samsek. Bent er á að sú staðreynd að stjórnvöld hafi ekki verið látin sæta ábyrgð hafi valdið skelfingu meðal aðstandenda fórnarlambanna og þaggað niður raddir þeirra. Um 200 þúsund manns sem flúið hafa heimkynni sín á svæðinu hafast nú við allslaus og í öryggisleysi í búðum víðs vegar um Suwayda. Stöðunni verði nú lýst sem allsherjar neyðarástandi, sem krefjist tafarlausrar íhlutunar alþjóðasamfélagsins. Í skýrslu á vegum „Druze Documentation Nexus“ er því haldið fram fjöldamorðin í Suwayda í júlí 2025 séu hluti af víðtækum grimmdarverkum gegn Drúsum, Alavítum og kristnum samfélögum. Um 228 þúsund manns hafi þurft að flýja heimkynni sín og a.m.k. 1500 almennir borgarar úr röðu Drúsa hafi verið myrtir. Tugir þorpa séu nú rústier einar í kjölfar skipulagðrar árása hersveita stjórnvalda, vopnaðra hópa og sveita trúarofstækismana innan vébanda al-Quaeda hryðjuverkasamtakanna. Fjöldamorð, kynferðisofbeldi, pyndingar, eyðilegging menningarverðmæta kalli á ábyrgð alþjóðasamfélagsins og tafarlausa mannúðaraðstoð. Samstaða frá Reykjavík til Suwayda Þau mótmæli sem samfélag Drúsa á Íslandi hefur skipulagt eru hluti af víðtæku alþjóðlegu ákalli þar sem krafist er þess að tryggt verði að barátta fólksins í Suwayda verði ekki þöguð í hel, að fólk verði ekki skilið eftir eitt og yfirgefið, að Drúsar víðs vegar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og samfélög þeirra hvarvetna geti lifað með reisn og í öryggi þegar þau standa frammi fyrir því að verða þurrkuð út. Á Íslandi endurspegla raddir fólks eins og Mounu og Rímu ákall samfélags Drúsa. Þau hafa skipulagt aðgerðir, rætt við fjölmiðla og talað fyrir mannúðaraðstoð. Þau eru mennsk birtingarmynd fjarlægra hörmunga og minna Íslendinga á að hinir skelfilegu atburðir í Suwayda eru ekki óraunverulegir, heldur snerta beint fjölskyldur, nágranna og félaga hér heima. Á sama tíma minna Drúsar á að þeirrra barátta er ekki einangruð, heldur standi þeir hlið við hlið með hópum kristinna, Alavíta og öðrum á svæðinu, sem krefjast framtíðar þar sem öll þjóðarbrot geti lifað saman í friði og með reisn. Í samstöðu mismunandi trúar- og þjóðarbrota endurspeglast mikilvægi þess sem þau gera kröfu um; þar sem sérhvert samfélag megi búa við öryggi, viðurkenningu og fái tækifæri til að lifa án þess að búa við ógn eða ótta. Drúsar á Íslandi eru virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Fólk úr þeirra hópi leggur fram sinn skerf til menningar, atvinnu og annarra þátta samfélagsins. Þau hafa lagt fram kröfur sem beinast að íslenskum stjórnvöldum og utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þess er krafist að þær þjáningar sem Drúsar í Sýrlandi búa við verði viðurkenndar; að þegar í stað verði tryggðar öruggar leiðir svo mannúðaraðstoð berist til þeirra svæða í Suwayda sem eru umsetin; að fram fari óháð alþjóðleg rannsókn á þeim glæpum sem framdir hafa verið, meðal annars á mannránum kvenna og barna; og að alþjóðasamféagið taki af skarið með skýrum og markvissum hætti svo stöðva megi þau grimmdarverk sem enn eru framin. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi sem sérhæfir sig í stjórnmálaheimspeki, stjórnmálaþjóðfræði og gagnrýninni menntun. Rannsóknir hans beinast að mótun stjórnmálalegrar sjálfsmyndar, tengslum nýlendustefnu, valds og nútímavæðingar, og félagslegum og stjórnmálalegum grunni samfélagsskipunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sýrland Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ákall um samstöðu gegn grimmdarverkum og krafa um tafarlausa mannúðaraðstoð. Þann 10. ágúst 2025 mótmæltu Drúsar á Íslandi ásamt stuðningsfólki fyrir utan Hallgrímskirkju. Með því vildu þau sýna fólki í Suwayda í suðurhluta Sýrlands samstöðu sína. Suwayda er borg í suðurhluta Sýrlands og tilheyra íbúar hennar flestir þjóðarbroti Drúsa. Mótmælendur fordæmdu fjöldamorð sem framin hafa verið af hryðjuverkasamtökunum ISIS í borginni. Jafnframt var lýst yfir fordæmingu á bráðabirgðastjórninni í Sýrlandi, sem er undir forsæti fyrrverandi leiðtoga al-Nusra samtakanna Ahmad al-Sharaa (Abu Mohammad al-Julani). Þess var krafist að þegar í stað yrðu komið á fót öruggri leið fyrir hjálpargögn, enda neyðin sár í borginni. Um þessar mundir er umsátursástand í Suwayda, mannrán hafa verið framin og sprengjuárásir gerðar á almenna borgara sem og aðra. Almenningur, konur, börn, nemendur og bændur, sem litla sem enga reynslu hafa af beitingu vopna, eru nú í þeirri stöðu að verja þorp sín án þjálfunar og með takmarkað aðgengi að vopnum. Samstöðufundur með Druze fólki á Íslandi, Ágúst 10, 2025. Heimild: Daniel Thor Bjarnason, Mouna Nasr Vitnum til orða Rímu, sem er Íslendingur sem á ættir að rekja til Drúsa: „Engin leið er örugg, ekki einu sinni sú sem ætti að vera opin fyrir mannúðaraðstoð. Þar er fólk skotið úr launsátri. Sjúklingar með krabbamein og sykursýki lætur lífið þar sem þau fá ekki lyf. Frændfólk mitt, nemendur í framhaldsskóla, hafa neyðst til að reyna að verja heimili sín.“ Sú mynd sem dregið hefur verið upp, að ofbeldisverkin séu öll framin af ISIS, segir ekki alla söguna. Í augum Drúsa eru ISIS og sýrlensk stjórnvöld í raun af sama meiði. Stjórnvöld hafa bæði beitt hersveitum Daesh (sem einnig er þekkt sem ISIL, Íslamska ríkið eða ISIS) og einnig vopnvætt sveitir Bedúína og annarra arabískra þjóðarbrota í herförinni gegn Suwayda. Þetta eykur á örvæntingu samfélags Drúsa þar sem hryðjuverkasamtökin ISIS og sýrlensk stjórnvöld eru í raun sömu öflin. Af þeim sökum beinist fordæmingin fyrst og fremst gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Þjóðarbrot Drúsa og sögulegar rætur samfélags þeirra Kristin kirkja og Khalwa bygging Druze samfélagsins í Shuf fjöllum: Druze fólk og kristið hefur lifað saman í sátt og samlyndi öldum saman í Shuf fjöllunum. Wikipedia Fólk sem á rætur að rekja til þjóðarbrots Drúsa býr nú innan landamæra fjölmargra ríkja, en vísa gjarnan til sjálfs sín sem „hinna sameinuðu“. Við hrun Ottómanveldisins í upphafi þriðja áratugar tuttugustu aldarinnar voru dregin upp fjölmörg ný landamæri. Við það var heimkynnum Drúsa skipt upp á milli ýmissa ríkja. Í dag er talið að þjóð Drúsa telji allt frá 800 þúsund upp í 2 milljónir manns. Flest búa þau innan landamæra Sýrlands og Líbanons en minni samfélög Drúsa eru á hernámssvæðum Ísraelsmanna og í Jórdaníu. Allstór samfélög Drúsa eru í Venesúela og Brasilíu. Í menningu þeirra fléttast saman straumar úr ýmsum áttum, meðal annars þeir sem rekja má til hindúisma sem og klassískrar grískrar heimspeki. Drúsar eru þekktir fyrir sterka samstöðu og hafa haft mikil áhrif á sögu og stjórnmálaþróun fyrir botni Miðjarðarhafs sem og kristindóminn. Borgin Suwayda er kölluð „litla Venesúela“ og vísar það til þess að þar koma saman menningarstraumar úr ýmsum áttum. Á Íslandi búa um þúsund manns sem eiga ættir að rekja til Drúsa. Suwayda, Gólanhæðir og stríðið í Sýrlandi Í Suwayda hefur löngum verið höfuðvígi menningar og stjórnmála Drúsa. Styrjöldin sem nú geisar í Sýrlandi hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana, en á sama tíma búa samfélög Drúsa í Gólan hæðum við kúgun undir hernámi og yfirráðum Ísraelsmanna. Ófriðurinn hefur sett allt úr skorðum: verslun og öll viðskipti, útflutningur epla hefur lagst af og Ísraelsher hefur gert sífellt grimmilegri loftárásir á svæðið í herför sem kennd er við örvarnar í Basan (Operation Arrows of Bashan). Palestínskar drúsafjölskyldur 1880-1920, heimild: Wikipedia. Sultan Basha Al-Atrash, leiðtoga sýrlensku byltingarinnar, heimild: Ballan Art Foundation Örlögin hafa hagað því svo til að þjóð Drúsa hefur orðið fórnarlamb harðstjórna, öfgatrúarhópa og átaka valdamikilla afla á svæðinu eða á alþjóðavísu. Þannig hefur tilvist hennar stundum verið háð vanheilögum bandalögum fremur en eigin getu til sjálfsákvarðana. Fyrir botni Miðjarðarhafs stendur minnihlutahópum ógn af öflum sem notfæra sér aðstæðurnar til að komast til valda. Sé fólk drepið að undirlagi eigin stjórnvalda er það knúið til að leita ásjár ytri afla þar sem eina skjólið getur mögulega leynst. Án öryggis og möguleika til að ráða eigin örlögum á hinu pólitíska sviði, getur fólk neyðst til að haga seglum eftir vindi til þess að reyna að lifa af og án þessa að eiga um það nokkurt val. Hvatning til aðgerða Hörmungarnar í Suwayda kalla brýna þörf fyrir mannúðaraðstoð. Aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins leiðir til grimmdarverka: dauði almennra borgara, mannrán og lyfjaskortur eru daglegt brauð. Brýn þörf er á alþjóðlegri samstöðu, að koma á fót öruggri leið fyrir mannúðaraðstoð, læknisaðstoð og að alþjóðasamfélagið axli ábyrgð. Mouna er ein þeirra kvenna sem tilheyrir samfélagi Drúsa á Íslandi. Hún vill bregðast við athugasemdum af spjallsíðum sem féllu nýlega þar sem fólki frá Suwayda var hótað því að það yrði „sent til baka”. Hún bendir á að slík orðræða er bæði meiðandi og villandi. Fólk er smættað niður í einfaldar staðalmyndir, sjálfsmynd Drúsa höfð að engu og réttur þeirra til að búa við öryggi og reisn á Íslandi lítilsvirtur. Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í Genf hafa eindregið varað við því sem þeir kalla „skipulagða herför” gegn Drúsum í Suwayda, bæði innan sjálfrar borgarinnar og á svæðunum umhverfis hana. Síðan um miðjan júlí 2025 hafa vopnaðar sveitir framið fjöldamorð, mannrán og kynferðisglæpi. Þær hafa brennt til grunna heilu þorpin. Um þúsund manns hafa fallið í valinn og mörg hundruð er saknað. Vitni greina frá því að karlmenn úr hópi Drúsa hafi verið niðurlægðir með því að raka yfirvaraskegg af þeim, konum hefur verið rænt, og í sumum tilvikum, hafa þær verið myrtar eftir að hafa verið nauðgað. Fólk sem lifað hefur af hefur verið þröngvað til þess að koma fram á miðlum opinberlega og lýsa því yfir að Drúar væru ýmist „svikarar“ eða „trúleysingjar”. Sérfræðingarnir hafa fordæmt bæði þá orðræðu haturs og flokkadrátta sem er að baki árásunum sem og bráðabirgðastjórnina sem nú fer með völd í Sýrlandi, enda sé hún samsek. Bent er á að sú staðreynd að stjórnvöld hafi ekki verið látin sæta ábyrgð hafi valdið skelfingu meðal aðstandenda fórnarlambanna og þaggað niður raddir þeirra. Um 200 þúsund manns sem flúið hafa heimkynni sín á svæðinu hafast nú við allslaus og í öryggisleysi í búðum víðs vegar um Suwayda. Stöðunni verði nú lýst sem allsherjar neyðarástandi, sem krefjist tafarlausrar íhlutunar alþjóðasamfélagsins. Í skýrslu á vegum „Druze Documentation Nexus“ er því haldið fram fjöldamorðin í Suwayda í júlí 2025 séu hluti af víðtækum grimmdarverkum gegn Drúsum, Alavítum og kristnum samfélögum. Um 228 þúsund manns hafi þurft að flýja heimkynni sín og a.m.k. 1500 almennir borgarar úr röðu Drúsa hafi verið myrtir. Tugir þorpa séu nú rústier einar í kjölfar skipulagðrar árása hersveita stjórnvalda, vopnaðra hópa og sveita trúarofstækismana innan vébanda al-Quaeda hryðjuverkasamtakanna. Fjöldamorð, kynferðisofbeldi, pyndingar, eyðilegging menningarverðmæta kalli á ábyrgð alþjóðasamfélagsins og tafarlausa mannúðaraðstoð. Samstaða frá Reykjavík til Suwayda Þau mótmæli sem samfélag Drúsa á Íslandi hefur skipulagt eru hluti af víðtæku alþjóðlegu ákalli þar sem krafist er þess að tryggt verði að barátta fólksins í Suwayda verði ekki þöguð í hel, að fólk verði ekki skilið eftir eitt og yfirgefið, að Drúsar víðs vegar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og samfélög þeirra hvarvetna geti lifað með reisn og í öryggi þegar þau standa frammi fyrir því að verða þurrkuð út. Á Íslandi endurspegla raddir fólks eins og Mounu og Rímu ákall samfélags Drúsa. Þau hafa skipulagt aðgerðir, rætt við fjölmiðla og talað fyrir mannúðaraðstoð. Þau eru mennsk birtingarmynd fjarlægra hörmunga og minna Íslendinga á að hinir skelfilegu atburðir í Suwayda eru ekki óraunverulegir, heldur snerta beint fjölskyldur, nágranna og félaga hér heima. Á sama tíma minna Drúsar á að þeirrra barátta er ekki einangruð, heldur standi þeir hlið við hlið með hópum kristinna, Alavíta og öðrum á svæðinu, sem krefjast framtíðar þar sem öll þjóðarbrot geti lifað saman í friði og með reisn. Í samstöðu mismunandi trúar- og þjóðarbrota endurspeglast mikilvægi þess sem þau gera kröfu um; þar sem sérhvert samfélag megi búa við öryggi, viðurkenningu og fái tækifæri til að lifa án þess að búa við ógn eða ótta. Drúsar á Íslandi eru virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Fólk úr þeirra hópi leggur fram sinn skerf til menningar, atvinnu og annarra þátta samfélagsins. Þau hafa lagt fram kröfur sem beinast að íslenskum stjórnvöldum og utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þess er krafist að þær þjáningar sem Drúsar í Sýrlandi búa við verði viðurkenndar; að þegar í stað verði tryggðar öruggar leiðir svo mannúðaraðstoð berist til þeirra svæða í Suwayda sem eru umsetin; að fram fari óháð alþjóðleg rannsókn á þeim glæpum sem framdir hafa verið, meðal annars á mannránum kvenna og barna; og að alþjóðasamféagið taki af skarið með skýrum og markvissum hætti svo stöðva megi þau grimmdarverk sem enn eru framin. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi sem sérhæfir sig í stjórnmálaheimspeki, stjórnmálaþjóðfræði og gagnrýninni menntun. Rannsóknir hans beinast að mótun stjórnmálalegrar sjálfsmyndar, tengslum nýlendustefnu, valds og nútímavæðingar, og félagslegum og stjórnmálalegum grunni samfélagsskipunar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun