Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:02 Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar