Innlent

Ferða­maður tekinn á tvö hundruð kíló­metra hraða

Agnar Már Másson skrifar
Lögregla gómaði ferðamanninn.
Lögregla gómaði ferðamanninn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði erlendan ferðamann sem mældist á 206 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. 

Í dagbók lögreglu, þar sem er greint frá verkefnum milli klukkan 5 og 17 í dag, segir að ökurþjóturinn megi búast við hárri sekt vegna hraðakstursins.

Málinu er ekki lýst frekar en það er skráð á lögreglustöð 4 sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Mosfellsbæ, og Árbæ.

Í öðrum fregnum í umdæminu segir að tilkynnt hafi verði um skemmdarverk á bifreið þar sem hún var kyrrstæð utan við matvöruverslun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×