Körfubolti

Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísrael vann sterkan sigur gegn Frökkum í dag.
Ísrael vann sterkan sigur gegn Frökkum í dag. Massimo Ceretti/FIBA via Getty Images

Ísrael vann nokkuð óvæntan 13 stiga sigur er liðið mætti Frakklandi á Evrópumótinu í körfubolta í dag.

Ísrael og Frakkland leika í D-riðli með íslensku strákunum okkar, sem mæta heimamönnum í Póllandi í dag.

Frakkar höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu, en Ísrael var með einn sigur og eitt tap. Sigur ísraelska liðsins kom einmitt gegn Íslendingum.

Leikur dagsins var jafn og spennandi stærstan hlutann og var staðan jöfn í hálfleik, 36-36.

Áfram var jafnræði með liðunum í þriðja leikhluta og Frakkar leiddu aðeins með einu stigi fyrir lokaleikhlutann. 

Ísraelska liðið tók hins vegar völdin í fjórða leikhluta og skoraði 27 stig gegn aðeins 13 stigum Frakka. Ísrael vann því að lokum 13 stiga sigur, 82-69, og sitja nú á toppi D-riðils með fimm stig, jafn mörg og Frakkar sem sitja í örðu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×