Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 15:03 Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða sjö konur. AP/James Carbone Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hári og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið. Í stuttu máli sagt hafa í gegnum árin fundist fjölmörg lík á Gilgo Beach í Bandaríkjunum. Í tilfelli Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007 og fannst árið 2010, fundust engar vísbendingar á líki hennar fyrir utan eitt gamalt hár sem ekki tókst að finna lífsýni úr. Fyrir sjö árum leituðu rannsakendur til fyrirtækisins Astrea Forensics í Kaliforníu, sem ku hafa þróað nýja tækni við greiningu DNA-sýna, og tengdu vísindamenn fyrirtækisins hárið sem fannst á Brainard-Barnes við Ásu Heurermann. Sjá einnig: Ákærður fyrir sjöunda morðið Saksóknarar segja, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurstaða vísindamanna Astrea í samhengi við önnur sönnunargögn, sýni fram á að Heurermann sé Gilgo-beach morðinginn. Lögmenn Heuermann segja hins vegar að aðferðir fyrirtækisins ofmeti líkurnar á því að hárin sem fundust á líkunum séu frá honum. Yrði í fyrsta sinn í New York DNA-rannsóknir eru ekki nýjar af nálinni og hafa um árabil verið notaðar til í rannsóknum sakamála. Þær hafa þó alltaf verið háðar ákveðnum takmörkunum. Astrea er eitt nokkurra fyrirtækja í Bandaríkjunum sem hefur rannsakað smá DNA-sýni úr gömlum beinum og hári og notað þau til að endurbyggja stærri sýni og bendla þau þannig við tilteknar manneskjur. Þessa tækni segja sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að mæta í dómsal að hafi verið notuð í mörgum tilfellum með góðum árangri, eins og til dæmis til að kortleggja erfðamengi Neanderthal-manns en fyrir það fengust Nóbelsverðlaun fyrir læknavísindi. Fréttaveitan segir að leyfi dómarinn saksóknurum að nota niðurstöður Astrea verði það í fyrsta sinn sem slíkt sé gert í New York-ríki en það hefur einungis nokkrum sinnum verið leyft í Bandaríkjunum öllum, samkvæmt sérfræðingum sem ræddu við AP. Gera út á útreikninga Krafa lögmanna Heurermanns byggir á því að aðferðir Astrea hafi ekki verið greindar nægilega af sérfræðingum og þörf sé á slíku. Sérstaklega með tilliti til þess að greiningar sem þessar gætu haft gífurleg áhrif á réttarhöld í sakamálum í framtíðinni. Vísa þeir sérstaklega til tölfræðireiknings sem notaður eru við greininguna og segja að vegna hans hafi vísindamennirnir ýkt líkurnar á því að hárið hafi fallið af Heuermann. Fengu þeir prófessor til að ýta undir þær yfirlýsingar. Saksóknarar segja röksemdafærslu verjenda Heuermanns byggja á misskilningi varðandi það hvernig Astrea greinir sýnin og tengir við tiltekið fólk. Í stuttu og einföldu máli sagt taka vísindamenn Astrea lítil sýni úr erfðamengi og nota tölfræðireikning sem byggir á heilum erfðamengjum um 2.500 manna á heimsvísu, til að reikna út hvernig hægt væri að útvíkka það sýni sem er til skoðunar og tengja við önnur stærri sýni. Utanaðkomandi sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við sögðu meðal annars að ákveðinn grunnur væri fyrir ásökunum verjenda Heuermanns, hvað varðar útreikninga Astrea. Ekkert væri að rannsóknaraðferðum þeirra. Ekki bara lífsýni DNA-sýni eru langt frá því að vera einu sönnunargögn saksóknara í málinu gegn Heuermann. Þeir hafa meðal annars símagögn sem bendla hann við nokkur fórnarlömb og þeir segjast einnig hafa fundið einskonar „uppskrift“ að morðum hans. Þar á meðal er gátlisti með atriðum eins og að takmarka hávaða og að þrífa lík og eyða sönnunargögnum. Saksóknarar segjast einnig hafa fengið DNA-sýni greind með hefðbundnari leiðum sem hafi áður verið samþykktar í dómsölum í New York. Þau bendli hár sem fundust á líkum klárlega við Heuermann eða aðra í fjölskyldu hans. Því hefur áður verið haldið fram að hann hafi notað límband, belti og aðra muni frá heimili sínu til að losa sig við lík og á þeim hafi fundist lífsýni og hár sem tilheyri eiginkonu hans og dóttur. Búist er við því að dómarinn muni segja til um hvort nota megi rannsóknir Astrea í dómsal á miðvikudaginn. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. 24. nóvember 2024 13:46 Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Í stuttu máli sagt hafa í gegnum árin fundist fjölmörg lík á Gilgo Beach í Bandaríkjunum. Í tilfelli Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007 og fannst árið 2010, fundust engar vísbendingar á líki hennar fyrir utan eitt gamalt hár sem ekki tókst að finna lífsýni úr. Fyrir sjö árum leituðu rannsakendur til fyrirtækisins Astrea Forensics í Kaliforníu, sem ku hafa þróað nýja tækni við greiningu DNA-sýna, og tengdu vísindamenn fyrirtækisins hárið sem fannst á Brainard-Barnes við Ásu Heurermann. Sjá einnig: Ákærður fyrir sjöunda morðið Saksóknarar segja, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurstaða vísindamanna Astrea í samhengi við önnur sönnunargögn, sýni fram á að Heurermann sé Gilgo-beach morðinginn. Lögmenn Heuermann segja hins vegar að aðferðir fyrirtækisins ofmeti líkurnar á því að hárin sem fundust á líkunum séu frá honum. Yrði í fyrsta sinn í New York DNA-rannsóknir eru ekki nýjar af nálinni og hafa um árabil verið notaðar til í rannsóknum sakamála. Þær hafa þó alltaf verið háðar ákveðnum takmörkunum. Astrea er eitt nokkurra fyrirtækja í Bandaríkjunum sem hefur rannsakað smá DNA-sýni úr gömlum beinum og hári og notað þau til að endurbyggja stærri sýni og bendla þau þannig við tilteknar manneskjur. Þessa tækni segja sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að mæta í dómsal að hafi verið notuð í mörgum tilfellum með góðum árangri, eins og til dæmis til að kortleggja erfðamengi Neanderthal-manns en fyrir það fengust Nóbelsverðlaun fyrir læknavísindi. Fréttaveitan segir að leyfi dómarinn saksóknurum að nota niðurstöður Astrea verði það í fyrsta sinn sem slíkt sé gert í New York-ríki en það hefur einungis nokkrum sinnum verið leyft í Bandaríkjunum öllum, samkvæmt sérfræðingum sem ræddu við AP. Gera út á útreikninga Krafa lögmanna Heurermanns byggir á því að aðferðir Astrea hafi ekki verið greindar nægilega af sérfræðingum og þörf sé á slíku. Sérstaklega með tilliti til þess að greiningar sem þessar gætu haft gífurleg áhrif á réttarhöld í sakamálum í framtíðinni. Vísa þeir sérstaklega til tölfræðireiknings sem notaður eru við greininguna og segja að vegna hans hafi vísindamennirnir ýkt líkurnar á því að hárið hafi fallið af Heuermann. Fengu þeir prófessor til að ýta undir þær yfirlýsingar. Saksóknarar segja röksemdafærslu verjenda Heuermanns byggja á misskilningi varðandi það hvernig Astrea greinir sýnin og tengir við tiltekið fólk. Í stuttu og einföldu máli sagt taka vísindamenn Astrea lítil sýni úr erfðamengi og nota tölfræðireikning sem byggir á heilum erfðamengjum um 2.500 manna á heimsvísu, til að reikna út hvernig hægt væri að útvíkka það sýni sem er til skoðunar og tengja við önnur stærri sýni. Utanaðkomandi sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við sögðu meðal annars að ákveðinn grunnur væri fyrir ásökunum verjenda Heuermanns, hvað varðar útreikninga Astrea. Ekkert væri að rannsóknaraðferðum þeirra. Ekki bara lífsýni DNA-sýni eru langt frá því að vera einu sönnunargögn saksóknara í málinu gegn Heuermann. Þeir hafa meðal annars símagögn sem bendla hann við nokkur fórnarlömb og þeir segjast einnig hafa fundið einskonar „uppskrift“ að morðum hans. Þar á meðal er gátlisti með atriðum eins og að takmarka hávaða og að þrífa lík og eyða sönnunargögnum. Saksóknarar segjast einnig hafa fengið DNA-sýni greind með hefðbundnari leiðum sem hafi áður verið samþykktar í dómsölum í New York. Þau bendli hár sem fundust á líkum klárlega við Heuermann eða aðra í fjölskyldu hans. Því hefur áður verið haldið fram að hann hafi notað límband, belti og aðra muni frá heimili sínu til að losa sig við lík og á þeim hafi fundist lífsýni og hár sem tilheyri eiginkonu hans og dóttur. Búist er við því að dómarinn muni segja til um hvort nota megi rannsóknir Astrea í dómsal á miðvikudaginn.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. 24. nóvember 2024 13:46 Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. 24. nóvember 2024 13:46
Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41
Lífsýni úr Ásu við lík fórnarlambs Heuermanns Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn. 2. desember 2023 14:00