Körfubolti

EM í dag: Fimm mínútna mar­tröð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Það var þungt yfir mönnum í blaðamannastúkunni yfir lokamínútum leiksins.
Það var þungt yfir mönnum í blaðamannastúkunni yfir lokamínútum leiksins. Vísir/Hulda Margrét

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson gerðu leikinn upp í EM í dag fyrir utan höllina í Katowice. Mikil vonbrigði að baki í dag og voru menn nánast orðlausir eftir leik dagsins.

Belgía vann síðustu fimm mínútur leiksins 16-2 en Ísland hafði leitt allan leikinn. Enn leitar Ísland fyrsta sigursins á stórmóti og virðist biðin hreinlega liggja þungt á öxlum leikmanna.

Þátt dagsins má sjá í spilaranum.

Klippa: EM í dag #4: Fimm mínútna martröð

Tengdar fréttir

EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn?

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×