Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2025 20:05 Leikskólabörnin og starfsfólkið, sem heimsótti Sigurð og Guðrúnu konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau voru ánægð leikskólabörnin og starfsmenn í leikskólanum þeirra þegar þau heimsóttu 89 ára gamlan harmonikuleikara og konu hans í Garðabænum þar sem var mikið sungið og spilað. Leikskólabörnin af leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli og er rétt hjá heimili Sigurðar Hannessonar, harmonikuleikara og Guðrúnar Böðvarsdóttur, konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ, enda komu leikskólabörnin gangandi í heimsóknina í vikunni en hjónin hafa tekið reglulega á móti börnum úr leikskólanum. Krakkarnir byrjuðu á því að fá að snerta takkana á nikkunni hjá Sigga eins og hann er alltaf kallaður. Svo hófst söngurinn og spilið. „Mér finnst virkilega gaman af þessu, ég bíð alveg í heilt ár þangað til að krakkarnir koma aftur til okkar”, segir Sigurður. Krakkarnir eru greinilega mjög glaðir að koma til þín og ykkar hjóna eða hvað? „Já, já, ég á von á því að þau eigi eftir að muna þetta lengi vel.” Sigurður er hér að heilsa krökkunum þegar þau komu í heimsókn í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert hvað, 89 ára og ert að spila á fullu? „Já, já, það er ekkert að láta af því, ég held ég hafi aldrei spilað eins mikið og undanfarið,” segir Sigurður hlæjandi. Og mikil ánægja var hjá starfsfólki leikskólans með Sigurð og Guðrúnu að bjóða hópnum heim til sín en eftir sönginn fengu krakkarnir að fara út í garð hjá þeim hjónum til að skoða álfana þar og fleira. „Þau eru fjögurra ára, sem koma núna með okkur. Við æfðum og æfðum okkur á nokkrum lögum fyrir heimsóknina,” segir Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum alsæl með heimsóknina. Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum, sem var alsæl með heimsóknina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kunnið þið að spila á einhver hljóðfæri? „Ég kann að spila á trommur,” segir Urður Rún Þorvaldsdóttir, 4 ára leikskólastelpa á Ásum. „Og ég kann að spila á gítar“, segir Benedikt Ingi Gunnlaugsson, 4 ára leikskólastrákur á Ásum. Urður sem pilar á trommur og Benedikt, sem pilar á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Tónlist Leikskólar Krakkar Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Leikskólabörnin af leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli og er rétt hjá heimili Sigurðar Hannessonar, harmonikuleikara og Guðrúnar Böðvarsdóttur, konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ, enda komu leikskólabörnin gangandi í heimsóknina í vikunni en hjónin hafa tekið reglulega á móti börnum úr leikskólanum. Krakkarnir byrjuðu á því að fá að snerta takkana á nikkunni hjá Sigga eins og hann er alltaf kallaður. Svo hófst söngurinn og spilið. „Mér finnst virkilega gaman af þessu, ég bíð alveg í heilt ár þangað til að krakkarnir koma aftur til okkar”, segir Sigurður. Krakkarnir eru greinilega mjög glaðir að koma til þín og ykkar hjóna eða hvað? „Já, já, ég á von á því að þau eigi eftir að muna þetta lengi vel.” Sigurður er hér að heilsa krökkunum þegar þau komu í heimsókn í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert hvað, 89 ára og ert að spila á fullu? „Já, já, það er ekkert að láta af því, ég held ég hafi aldrei spilað eins mikið og undanfarið,” segir Sigurður hlæjandi. Og mikil ánægja var hjá starfsfólki leikskólans með Sigurð og Guðrúnu að bjóða hópnum heim til sín en eftir sönginn fengu krakkarnir að fara út í garð hjá þeim hjónum til að skoða álfana þar og fleira. „Þau eru fjögurra ára, sem koma núna með okkur. Við æfðum og æfðum okkur á nokkrum lögum fyrir heimsóknina,” segir Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum alsæl með heimsóknina. Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum, sem var alsæl með heimsóknina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kunnið þið að spila á einhver hljóðfæri? „Ég kann að spila á trommur,” segir Urður Rún Þorvaldsdóttir, 4 ára leikskólastelpa á Ásum. „Og ég kann að spila á gítar“, segir Benedikt Ingi Gunnlaugsson, 4 ára leikskólastrákur á Ásum. Urður sem pilar á trommur og Benedikt, sem pilar á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Tónlist Leikskólar Krakkar Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira