„Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2025 21:11 Aron Pálmarsson kvaddi handboltaferilinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém. Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum. FH Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum.
FH Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira