Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. ágúst 2025 15:52 Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira