Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2025 09:35 Áætlað hefur verið að vetrarhiti á Íslandi gæti lækkað um allt að níu gráður að meðaltali. Miðað við það væri meðalhiti að vetri á landinu langt undir frostmarki en hann hefur verið einni til tveimur gráðum yfir frostmarki síðari ár. Vísir/Vilhelm Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) flytur hlýjan sjó sunnan úr höfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf töluvert vistlegri en ella, þar á meðal á Íslandi. Golfstraumurinn við Íslandsstrendur er einn angi hringrásarinnar. Vaxandi vísbendingar hafa verið undanfarin ár um að hringrásin hafi veikst vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Afleiðingar þess að hringrásin stöðvaðist yrðu hörmulegar fyrir samfélög manna, ekki aðeins á norðurslóðum heldur víðar um heim. Hrun hefði í för með sér verulega kólnun við Norður-Atlantshaf en aukna hlýnun sunnar. Vetrarhiti á Íslandi gæti orðið allt að níu gráðum lægri en hann er nú. Hrun AMOC hefur fram að þessu verið talið fremur ólíklegt. Ný rannsókn sem byggir hermilíkönum sem voru keyrð út frá ólíkum losunarsviðsmyndum bendir þó til þess að slíkt hrun geti ekki lengur talist fjarlægur möguleiki. Sjötíu prósent keyrslanna sýndu hrun hringrásarinnar ef losun gróðurhúsalofttegunda héldi áfram að aukast. Miðlungslosun leiddi til þess að AMOC stöðvaðist í 37 prósent keyrslanna en í 25 prósent tilfella ef menn drægju verulega úr losun sinni á þessari öld. Ennfremur bentu hermanirnar til þess að vendipunkti þar sem hrun hringrásarinnar yrði óumflýjanleg gæti verið náð strax á næstu tíu til tuttugu árunum þótt hrunið sjálft ætti sér ekki stað fyrr en fimmtíu til hundrað árum síðar. Vendipunkti náð á næstu áratugum Stefan Rahmstorf, þýskur hafeðlisfræðingur sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á mögulegu hruni AMOC, segir niðurstöður hans og félaga hans sláandi. „Vegna þess að ég var vanur að segja að líkurnar á því að AMOC hryndi vegna hnattrænnar hlýnunar væru innan við tíu prósent. Nú lítur út fyrir að þær séu frekar um tuttugu og fimm prósent jafnvel í sviðsmyndum þar sem losun er lítil og menn halda sig við Parísarsamkomulagið,“ segir Rahmstorf við breska blaðið The Guardian. Mikil óvissa sé í niðurstöðunum en jafnvel þótt líkurnar á hruni AMOC væru tíu prósent væru þær alltof miklar vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar þess yrðu. Rahmstorf varar við því að ef eitthvað er séu líkurnar vanmetnar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa bráðnunar Grænlandsjökul á hringrásina. Tugir vísindamanna vöruðu ráðherra við hættunni í fyrra Rahmstorf afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi loftslagsráðherra, bréf sem hópur vísindamanna skrifaði undir á Hringborði norðurslóða síðasta haust þar sem norrænir ráðherrar voru varaðir við hættunni af því að hringrásin stöðvaðist. Voru þeir hvattir til þess að láta meta hættuna og nota áhrif sín til þess að hraða aðgerðum í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Nokkrir íslenskir fræðimenn voru á meðal þeirra sem rituðu nafn sitt við viðvörunina. Hann sagði þá við Vísi að þekkt væri úr jarðsögunni að snöggar breytingar hefðu átt sér stað á hafstraumum sem hefðu haft gríðarleg áhrif á loftslag á norðurhveli. Stöðvaðist AMOC alveg gæti það tekið fleiri aldir fyrir hana að ná sér á strik aftur. Loftslagsmál Vísindi Hafið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) flytur hlýjan sjó sunnan úr höfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf töluvert vistlegri en ella, þar á meðal á Íslandi. Golfstraumurinn við Íslandsstrendur er einn angi hringrásarinnar. Vaxandi vísbendingar hafa verið undanfarin ár um að hringrásin hafi veikst vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Afleiðingar þess að hringrásin stöðvaðist yrðu hörmulegar fyrir samfélög manna, ekki aðeins á norðurslóðum heldur víðar um heim. Hrun hefði í för með sér verulega kólnun við Norður-Atlantshaf en aukna hlýnun sunnar. Vetrarhiti á Íslandi gæti orðið allt að níu gráðum lægri en hann er nú. Hrun AMOC hefur fram að þessu verið talið fremur ólíklegt. Ný rannsókn sem byggir hermilíkönum sem voru keyrð út frá ólíkum losunarsviðsmyndum bendir þó til þess að slíkt hrun geti ekki lengur talist fjarlægur möguleiki. Sjötíu prósent keyrslanna sýndu hrun hringrásarinnar ef losun gróðurhúsalofttegunda héldi áfram að aukast. Miðlungslosun leiddi til þess að AMOC stöðvaðist í 37 prósent keyrslanna en í 25 prósent tilfella ef menn drægju verulega úr losun sinni á þessari öld. Ennfremur bentu hermanirnar til þess að vendipunkti þar sem hrun hringrásarinnar yrði óumflýjanleg gæti verið náð strax á næstu tíu til tuttugu árunum þótt hrunið sjálft ætti sér ekki stað fyrr en fimmtíu til hundrað árum síðar. Vendipunkti náð á næstu áratugum Stefan Rahmstorf, þýskur hafeðlisfræðingur sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á mögulegu hruni AMOC, segir niðurstöður hans og félaga hans sláandi. „Vegna þess að ég var vanur að segja að líkurnar á því að AMOC hryndi vegna hnattrænnar hlýnunar væru innan við tíu prósent. Nú lítur út fyrir að þær séu frekar um tuttugu og fimm prósent jafnvel í sviðsmyndum þar sem losun er lítil og menn halda sig við Parísarsamkomulagið,“ segir Rahmstorf við breska blaðið The Guardian. Mikil óvissa sé í niðurstöðunum en jafnvel þótt líkurnar á hruni AMOC væru tíu prósent væru þær alltof miklar vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar þess yrðu. Rahmstorf varar við því að ef eitthvað er séu líkurnar vanmetnar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa bráðnunar Grænlandsjökul á hringrásina. Tugir vísindamanna vöruðu ráðherra við hættunni í fyrra Rahmstorf afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi loftslagsráðherra, bréf sem hópur vísindamanna skrifaði undir á Hringborði norðurslóða síðasta haust þar sem norrænir ráðherrar voru varaðir við hættunni af því að hringrásin stöðvaðist. Voru þeir hvattir til þess að láta meta hættuna og nota áhrif sín til þess að hraða aðgerðum í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Nokkrir íslenskir fræðimenn voru á meðal þeirra sem rituðu nafn sitt við viðvörunina. Hann sagði þá við Vísi að þekkt væri úr jarðsögunni að snöggar breytingar hefðu átt sér stað á hafstraumum sem hefðu haft gríðarleg áhrif á loftslag á norðurhveli. Stöðvaðist AMOC alveg gæti það tekið fleiri aldir fyrir hana að ná sér á strik aftur.
Loftslagsmál Vísindi Hafið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira