Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 20:58 Til vinstri eru þeir Jørgen Boassen, grænlenskur múrari og vinur Bandaríkjastjórnar. Til hægri er athafnamaðurinn og Grænlandsvinurinn Tom Dans. Vísir/Samsett Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það. Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það.
Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira