Körfubolti

Frakkar fóru létt með Belgana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bilal Coulibaly var stigahæstur hjá Frökkum og skorar hér einu af körfum sínum í leiknum.
Bilal Coulibaly var stigahæstur hjá Frökkum og skorar hér einu af körfum sínum í leiknum. Getty/Dragana Stjepanovic

Íslenska landsliðið er ekki á botninum í sínum riðli þrátt fyrir tap í dag því Frakkar unnu stórsigur á næstu mótherjum Íslands í næsta leik á eftir.

Frakkland vann 28 stiga sigur á Belgum, 92-64, eftir að hafa verið með örugga forystu allan leikinn.

Frakkar voru komnir átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 18-10, og leiddu með sextán stigum í hálfleik, 43-27. Franska liðið vann alla fjóra leikhlutana.

Það voru líka margir að gera hlutina en fimm stigahæstu leikmenn franska liðsins voru með á bilinu tíu til tólf stig.

Bilal Coulibaly og Elie Okobo skoruðu mest eða 12 stig hvor en Guerschon Yabusele var með ellefu stig.

Hans Vanwijn var atkvæðamestur hjá Belgum með þrettán stig en Ismael Bako skoraði ellefu stig.

Ísland og Belgía mætast í næsta leik sem fer fram á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×