Sport

Dag­skráin: Hverjir verða mót­herjar Blika í Sambandsdeildinni?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgeir Valgeirsson og félagar fá að vita hverjum þeir mæta í dag.
Valgeir Valgeirsson og félagar fá að vita hverjum þeir mæta í dag. Vísir/Diego

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Það verður dregið um leiki í bæði Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni þar sem Blikar fá að vita hverjir verða mótherjar liðsins í Evrópu í vetur. Þriðja árið í röð á Ísland lið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Íslendingaliðið Birmingham heimsækir Leicester City í ensku b-deildinni og leikurinn verður sýndur beint.

Það verður einnig sýnt beint frá þýsku b-deildinni þar sem Íslendingalið Hertha BSC tekur á móti Elversberg.

Það verður sýnt frá tveimur golfmótum, æfingum fyrir Hollandskappaksturinn í formúlu og kvöldið endar með leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 11.00 hefst útsending frá drættinum í Evrópudeild UEFA og drættinum í Sambandsdeild Evrópu.

SÝN Sport 4

Klukkan 11.30 hefst útsending frá Omega European Masters golfmótinu á DP World mótaröðinni.

Klukkan 19.00 hefst útsending frá FM Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 10.25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Hollandskappakstrinum í formúlu 1.

Klukkan 13.55 hefst bein útsending frá annarri æfingu fyrir Hollandskappakstrinum í formúlu 1.

Klukkan 16.20 hefst bein útsending frá leik Hertha BSC og Elversberg í þýsku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Leicester og Birmingham í ensku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik Cincinnati Reds og St. Louis Cardinals í bandaríska hafnaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×