Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 14:44 Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins. Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins.
Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira