Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2025 13:08 Útvarpskonan fyrrverandi Sigga Lund hélt að peysurnar frá Vefstól Svanhildar væru alvöru en þær reyndust eintóm svik. Fjölmiðlakonan Sigga Lund lenti í netsvindli svika-fataverslunarinnar Vefstóls Svanhildar og varar aðra við síðunni. Loka þurfti korti hennar en starfsmenn Arion banka könnuðust heldur betur við svikasíðuna. Sigga hringdi inn á Bylgjuna í morgun til að ræða við þáttastjórnendur Bítisins um svindlsíðuna Vefstól Svanhildar sem er skuggalega sannfærandi og herjar á íslenska neytendur. „Mér finnst svo mikilvægt að vara fólk við vegna þess að hún er ennþá uppi þessi síða,“ segir Sigga Lund um Vefstól Svanhildar. „En til að gera langa sögu stutta þá var ég að skrolla í símanum einhvern tímann um miðjan ágúst og það kemur status frá þessari Svanhildi sem er greinilega búin að reka þessa verslun í 20-30 ár og elskar vefnað og að gera fallega hönnun og vörur,“ segir hún. Í statusnum, sem hafi verið langur, hjartnæmur og sannfærandi, hafi Svanhildur þessi greint frá því að hún hefði ákveðið að loka verslun sinni. Sigga hafi því ákveðið að fara inn á síðuna til að skoða úrvalið. „Þar eru náttúrulega gullfallegar vörur, peysur og leðurtöskur. Hún er semsagt að tilkynna í þessum Facebook-status að hún ætli að setja allt á brunaútsölu, losa vörurnar og hætta. „Fokk, þetta er eitthvað skrítið“ Sigga furðaði sig þá á því að hafa ekki heyrt af versluninni en var svo heilluð af peysum að hún ákvað að setja tvær þeirra í verslunarkörfu. Hún hafi hins vegar fundið fyrir því að það væri eitthvað ekki alveg í lagi með verslunina og ákveðið að bíða aðeins með að kaupa peysurnar. „Svo eins og hjá öðrum verslunum kemur ,Ertu að gleyma þér?' daginn eftir og ég svara því ekki. Daginn þar eftir kemur ,Hey, ekki missa af þessu, til miðnættis aukaafsláttur á hinn afsláttinn' og ég hugsa ,Æ, þetta er of gott' og kaupi þessar peysur,“ segir hún. „Strax fæ ég einhvern hnút í magann og bíð í ofvæni eftir því að fá staðfestingarpóstinn, sem kemur,“ segir Sigga. Vasarahaldari, fyrirhyggja og axlabakstaskan eru til sölu hjá Svanhildi. Staðfestingarpósturinn hafi verið mjög sannfærandi með staðfestingarnúmeri, mynd af vöruhúsi og síða þar sem hægt var að fylgjast með ferðalagi varanna. „Svo líða dagarnir, einn, tveir og þrír og varan er alltaf í bílnum á myndinni,“ segir Sigga sem hafi þá hugsað: „Fokk, þetta er eitthvað skrítið.“ „Þetta var ekki brjálæðisleg upphæð en það er samt alvarlegt að gefa upp allar upplýsingar af kortinu þínu og nota bene margir með debet-kortin í þessu, sem launareikningurinn er á. Það fara að renna á mig tvær grímur því þetta er fast í bílnum í leið á pósthúsið. Síðan reyndist nokkurra daga gömul Hún hafi sent skilaboð á vinkonur sínar til að spyrja þær hvort þær könnuðust við Vefstól Svanhildar. Engin þeirra gerði það en hins vegar leist þeim mjög vel á vörurnar. Næst hafi hún spurt son sinn út í síðuna. „Hann fer og tékkar hvenær síðan var gerð og hún var búin til 6. ágúst,“ segir Sigga um Facebook-síðu Vefstóls Svanhildar. „Það sem er líka svo sannfærandi að á Facebook-síðunni þá eru þeir að svara spurningum: ,Eru þetta litlar eða stórar stærðir?' Það er lagt svo á sig að gera þetta sannfærandi,“ segir hún. Kannski í krafti gervigreindar? „Já, vegna þess að eftir á að hyggja, sem maður er kannski ekki vakandi fyrir fyrst, fer maður að skoða heimasíðuna betur er ekki hægt að hringja neitt og það voru stafsetningarvillur í textanum,“ segir Sigga. Á síðunni má sjá ýmsar bagalegar gervigreindarvillur að borð við „leðurtaskur“ og „prjónaðir peysur“. Bankastarfsmenn könnuðust við síðuna En nú ert þú búin að gefa upp einhverjar upplýsingar, er búið að nota kortið þitt eftir þetta? „Nei, ég hringi strax í bankann minn þegar ég var búin að gera mér grein fyrir því að þetta væri ,scam' og eiginlega með hjartað í buxunum yfir að kortið yrði tæmt,“ segir Sigga. „Ég hringi í Arion banka og þeir könnuðust vel við Vefstól Svanhildar og sögðu: ,Við þurfum að loka kortinu þínu með det samme sem var gert og þú færð nýtt kort'. Þú þarft ekki neitt númer eða launareikning eða neitt, þeir bara loka því og svo þarf maður að tilkynna endurkröfu, þú getur freistað þess að fá endurgreitt,“ segir hún. Þar að auki hafi hún fengið mjög góð ráð frá bankanum. „Það var til dæmis ekki nota debetkortin þín í þetta, notið helst fyrirframgreitt visakort eða kreditkortið þitt. En fólk hefur náttúrulega lent líka í því að kreditkortin eru tæmd en fyrirframgreitt kreditkort er tilvalið í allt svona,“ segir Sigga. Neytendur Netglæpir Verslun Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira
Sigga hringdi inn á Bylgjuna í morgun til að ræða við þáttastjórnendur Bítisins um svindlsíðuna Vefstól Svanhildar sem er skuggalega sannfærandi og herjar á íslenska neytendur. „Mér finnst svo mikilvægt að vara fólk við vegna þess að hún er ennþá uppi þessi síða,“ segir Sigga Lund um Vefstól Svanhildar. „En til að gera langa sögu stutta þá var ég að skrolla í símanum einhvern tímann um miðjan ágúst og það kemur status frá þessari Svanhildi sem er greinilega búin að reka þessa verslun í 20-30 ár og elskar vefnað og að gera fallega hönnun og vörur,“ segir hún. Í statusnum, sem hafi verið langur, hjartnæmur og sannfærandi, hafi Svanhildur þessi greint frá því að hún hefði ákveðið að loka verslun sinni. Sigga hafi því ákveðið að fara inn á síðuna til að skoða úrvalið. „Þar eru náttúrulega gullfallegar vörur, peysur og leðurtöskur. Hún er semsagt að tilkynna í þessum Facebook-status að hún ætli að setja allt á brunaútsölu, losa vörurnar og hætta. „Fokk, þetta er eitthvað skrítið“ Sigga furðaði sig þá á því að hafa ekki heyrt af versluninni en var svo heilluð af peysum að hún ákvað að setja tvær þeirra í verslunarkörfu. Hún hafi hins vegar fundið fyrir því að það væri eitthvað ekki alveg í lagi með verslunina og ákveðið að bíða aðeins með að kaupa peysurnar. „Svo eins og hjá öðrum verslunum kemur ,Ertu að gleyma þér?' daginn eftir og ég svara því ekki. Daginn þar eftir kemur ,Hey, ekki missa af þessu, til miðnættis aukaafsláttur á hinn afsláttinn' og ég hugsa ,Æ, þetta er of gott' og kaupi þessar peysur,“ segir hún. „Strax fæ ég einhvern hnút í magann og bíð í ofvæni eftir því að fá staðfestingarpóstinn, sem kemur,“ segir Sigga. Vasarahaldari, fyrirhyggja og axlabakstaskan eru til sölu hjá Svanhildi. Staðfestingarpósturinn hafi verið mjög sannfærandi með staðfestingarnúmeri, mynd af vöruhúsi og síða þar sem hægt var að fylgjast með ferðalagi varanna. „Svo líða dagarnir, einn, tveir og þrír og varan er alltaf í bílnum á myndinni,“ segir Sigga sem hafi þá hugsað: „Fokk, þetta er eitthvað skrítið.“ „Þetta var ekki brjálæðisleg upphæð en það er samt alvarlegt að gefa upp allar upplýsingar af kortinu þínu og nota bene margir með debet-kortin í þessu, sem launareikningurinn er á. Það fara að renna á mig tvær grímur því þetta er fast í bílnum í leið á pósthúsið. Síðan reyndist nokkurra daga gömul Hún hafi sent skilaboð á vinkonur sínar til að spyrja þær hvort þær könnuðust við Vefstól Svanhildar. Engin þeirra gerði það en hins vegar leist þeim mjög vel á vörurnar. Næst hafi hún spurt son sinn út í síðuna. „Hann fer og tékkar hvenær síðan var gerð og hún var búin til 6. ágúst,“ segir Sigga um Facebook-síðu Vefstóls Svanhildar. „Það sem er líka svo sannfærandi að á Facebook-síðunni þá eru þeir að svara spurningum: ,Eru þetta litlar eða stórar stærðir?' Það er lagt svo á sig að gera þetta sannfærandi,“ segir hún. Kannski í krafti gervigreindar? „Já, vegna þess að eftir á að hyggja, sem maður er kannski ekki vakandi fyrir fyrst, fer maður að skoða heimasíðuna betur er ekki hægt að hringja neitt og það voru stafsetningarvillur í textanum,“ segir Sigga. Á síðunni má sjá ýmsar bagalegar gervigreindarvillur að borð við „leðurtaskur“ og „prjónaðir peysur“. Bankastarfsmenn könnuðust við síðuna En nú ert þú búin að gefa upp einhverjar upplýsingar, er búið að nota kortið þitt eftir þetta? „Nei, ég hringi strax í bankann minn þegar ég var búin að gera mér grein fyrir því að þetta væri ,scam' og eiginlega með hjartað í buxunum yfir að kortið yrði tæmt,“ segir Sigga. „Ég hringi í Arion banka og þeir könnuðust vel við Vefstól Svanhildar og sögðu: ,Við þurfum að loka kortinu þínu með det samme sem var gert og þú færð nýtt kort'. Þú þarft ekki neitt númer eða launareikning eða neitt, þeir bara loka því og svo þarf maður að tilkynna endurkröfu, þú getur freistað þess að fá endurgreitt,“ segir hún. Þar að auki hafi hún fengið mjög góð ráð frá bankanum. „Það var til dæmis ekki nota debetkortin þín í þetta, notið helst fyrirframgreitt visakort eða kreditkortið þitt. En fólk hefur náttúrulega lent líka í því að kreditkortin eru tæmd en fyrirframgreitt kreditkort er tilvalið í allt svona,“ segir Sigga.
Neytendur Netglæpir Verslun Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira