Körfubolti

Sjáðu glaða Ís­lendinga hita upp í Katowice

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það fer vel um íslenska stuðningsmenn, unga sem aldna, í Katowice í dag.
Það fer vel um íslenska stuðningsmenn, unga sem aldna, í Katowice í dag. vísir/Hulda Margrét

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins komu saman í miðborg Katowice fyrir fyrsta leikinn á EM í körfubolta. Vísir var í beinni frá staðnum.

Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í dag. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Allir leikirnir í D-riðli eru leiknir í Spodek í Katowice í Póllandi. Fyrir leikinn í dag komu stuðningsmenn Íslands saman á staðnum Green Point í miðborg Katowice til að hita upp fyrir stóru stundina en sá staður var fljótt sprunginn og naut fólkið sín úti í veðurblíðunni.

Vísir var á svæðinu í beinni útsendingu og má sjá upptöku í spilaranum hér fyrir neðan.

Talið er að um 1.500-1.700 Íslendingar verði í Katowice til að fylgjast með íslenska liðinu á EM.

Auk Íslands og Ísraels eru Frakkland, Slóvenía, Pólland og Belgía í D-riðli Evrópumótsins sem hófst í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×