Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 07:45 Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir það óásættanlegt að menn reyni að hafa áhrif á innri málefni konungdæmisins. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira