Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar 26. ágúst 2025 22:04 Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar