Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar 26. ágúst 2025 13:32 Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun