Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 15:00 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í héraðsdóm í fylgd lögreglumanna. vísir/Anton Brink Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira