Innlent

Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálf­stæðis­flokkur stærstur í borginni

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Í hádegisfréttum verðum við í beinni frá héraðsdómi Suðurlands en þar fer nú aðalmeðferð fram í Gufunesmálinu svonefnda. Í morgun gaf ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar skýrslu. 

Íslenska ríkið tapaði máli fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun í máli konu sem kærði ofbeldi gegn sér í nánu sambandi. Málið fyrndist á meðan á rannsókn stóð. Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadóms vera stórsigur fyrir réttlæti.

Við fjöllum um nýja könnun Maskínu þar sem fram kemur að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur allra flokka í borginni.  Meirihlutaflokkarnir haldast á svipuðu róli og þeir voru í síðustu kosningum.

Rætt verður við æðsta yfirmann þýska hersins sem er  staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. 

Í sportinu er allt á fullu en Stjarnan blandaði sér í toppbaráttuna í Bestu deild karla í gær. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×