Enski boltinn

Saka frá í mánuð og missir af Liverpool

Valur Páll Eiríksson skrifar
Saka fór meiddur af velli um helgina.
Saka fór meiddur af velli um helgina. Justin Setterfield/Getty Images

Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool.

Arsenal vann öruggan 5-0 sigur á Leeds United á laugardagseftirmiðdag og fór með honum á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Saka skoraði eitt marka Skyttanna en neyddist meiddur af velli á 53. mínútu.

Um er að ræða tognun aftan í læri sem munu halda Saka frá vellinum í mánuð eða svo. Hann missir því af leik Arsenal við Liverpool næsta sunnudag og landsleikjum Englands sem taka við í kjölfarið í byrjun september.

Norðmaðurinn Martin Ödegaard fór einnig meiddur af velli í umræddum leik við Leeds þar sem hann varð fyrir hnjaski á öxl. Óvíst er með þátttöku hans á Anfield næstu helgi.

Meiðsli þeirra gætu opnað leið Eberechi Eze, sem kom frá Crystal Palace um helgina, og Noni Madueke að byrja sinn fyrsta leik fyrir félagið um næstu helgi.

Liverpool er með þrjú stig í deildinni eftir sigur á Bournemouth í fyrsta leik. Liðið heimsækir Newcastle United á St. James' Park í annarri umferðinni í kvöld.

Leikur Newcastle og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30 á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×